Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

21. fundur 15. febrúar 2017 kl. 11:30 - 12:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
  • Gerður Dýrfjörð tómstundafulltrúi
Hugrún Sigurðardóttir

 1.        Forvarnarstefna sveitarfélagsins.

Skoðuðum forvarnarstefnur frá Árborg og ræddum um að það vanti forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið. Það væri æskilegt að sem flestir kæmu að gerð hennar eins og tíðkast annarsstaðar. Sem sagt að tilnefna einn frá eins og fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, ungmennafélagi og fleirum. Þetta mun Gerður taka að sér að senda boð á alla sem við á og boða á fund.

 2.        Starfsskrá frístundastarfs.

            Gerður kynnti starfsskrá frístundastarfs sem hún er að útbúa fyrir sveitarfélagið og einnig rætt um hvort samskonar bæklingur og kom út síðasta sumar um frístundastarf innan sveitarfélagsins muni koma út aftur og mun hún sjá um það.  

 3.        Vetrarfrí í kerhólsskóla.

Gerður kynnti þau plön sem hún er með um vetrarfrí skólans sem er í tvo daga og er áætlað að fara í Bláfjöll og Úlfljótsvatn sem val fyrir foreldra og munu þeir sjálfir þurfa að koma sér á staðinn. Seinni daginn er áætlað að fara í sund á Borg og setja þar upp Wipeout braut. Bláskógabyggð boðið að koma.

 4.        Önnur mál.

Rætt var um að halda fyrirlestur fyrir foreldra og börn og ætlar Gerður að tala við skóla og Vöndu um möguleika á fyrirlestri um einelti og fá foreldrafélag Kerhólsskóla með og ætlar Karl að tala við formann foreldrafélags. Það sem þarf að skoða er tímasetning, kostnaður og hvernig honum skuli skipt.

Getum við bætt efni síðunnar?