Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

24. fundur 10. október 2018 kl. 17:30 - 18:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttr
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.        Erindisbréf.

       Ingibjörg bauð nefndarmenn velkomna til starfa og athenti þeim erindisbréf. Fór því næst yfir verklag sveitastjórnar, afgreiðslu á fundargerðum nefnda og verksvið nefndarinnar.

                                                                              Ingibjörg vék af fundi að þessu máli loknu.

 2.        Verkaskipting nefndarmanna.

       Nefndarmenn sammæltust um að formaður myndi rita fundargerðir samhliða fundarstjórn honum til hægðarauka. En verkaskipting yrði jafnan óformleg á kjörtímabilinu og að jákvæð samskipti og samvinna yrði á hávegum höfð.

 3.        Önnur mál.

       Við yfirlestur erindisbréfsins sköpuðust góðar umræður. Meðal annars var rætt um gjaldskrá í sundlaug.

       Í framhaldi var lögð fram eftirfarandi tillaga: Breyting á gjaldskrá íþróttamiðstöð til þess vegar að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái frítt í sund líkt og í sundlaugum næsta nágrennis.

 Nefndin ákvað að hittast aftur að viku liðinni og boða Gerði Dýrfjörð, tómstunda- og félagsmálafulltrúa á næsta og var formanni falið að koma því boði til hennar.

Getum við bætt efni síðunnar?