Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

25. fundur 17. október 2018 kl. 17:30 - 19:12 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttr
  • Gerður Dýrfjörð tómstunda- og félagsmálafulltrúi
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.        Fundargerð 24. Fundar Æskulýðs- og menningarmálanefndar frá 10.10.2018.

Farið yfir fundargerð og verkefni frá síðasta fundi og afgreiðslu sveitarstjórnar.

 2.        Hugarflæði með tómstunda- og félagsmálafulltrúa.

       Gerður Dýrfjörð, tómstunda- og félagsmálafulltrúa fór yfir störf sín og kynnti starfslýsingu tómstunda- og félagsmálafulltrúa. Farið var lauslega yfir erindisbréf sem nefndarmenn fengu afhent á 24. fundi, 10.10.2018. Gerður kynnti drög að Starfsskrá Frístundastarfs, sem hún vinnur nú að.

       Málefni félagsmiðstöðvarinnar Zetor voru rædd og Gerður kynnti störf ungmennaráðs. Umgmennaráð kannar áhugann á að félagsmiðstöðin sé opin einum degi oftar í viku og óskir að fyrirkomulagi með opnunartímann. Gerður hefur reiknað kostnaðinn að ósk sveitastjórnar. Ýmis sjónarmið hafa komið fram m.a. áhyggjur af því að aukin opnun myndi minnka aðsókn. Ræddar voru hugmyndir um aðkomu sveitarfélagsins við akstur í félagsmiðstöðvar (frístundastrætó).

       Forvarnarstefna sveitarfélagsins var rædd og fram kom vilji nefndarmann til aukinnar þátttöku í vinnu að stefnunni. Samþykkt var að Dagný Davíðsdóttir sitji í forvarnarnefnd fyrir hönd æskulýðs- og menningarmálanefndar. Gerður boðar hana á næsta fund. .

       Nefndarmenn lýstu væntingum sýnum til starfsins og þar kom fram skýr vilji til að leggja metnað í nefndarstörfin. Meðal málefna sem voru rædd voru barnamenning. Í því samhengi voru ræddar hugmyndir um sköpunarrými (makers space) og nýting á bókasafni sveitarfélagsins.

       Að lokum kom fram vilji nefndarinnar til að efla menningarstarfsemi á svæðinu. Rætt var um að búa til vettvang fyrir borgara og efla félagslíf fullorðinna. Eftir ýmsar hugmyndir og umræðu um hvatningarverkefni var ákveðið að nefndin skildi standa fyrir einum viðburði, Pub-Quiz. Stefnt er á föstudaginn 2. nóvember.

             Verkefni:

-          Gerður sendir fulltrúum drög að Starfskrá Frístundasviðs til upplýsingar

-          Sigríður athugar með húsnæði fyrir viðburð

-          Dagný athugar áhuga Leikfélagsins að taka sér veitingasölu á viðburði

-          Hallbjörn sér um innri undirbúning á viðburði.

 3.        17. júní hátíðarhöld.

            Farið yfir skipulagið síðustu ár og rætt um að vera tímalega með að bóka skemmtun og afþreyingu fyrir unga sem aldna. Umræða um staðsetningu hátíðarhalda og 17. júní kaffi. Formanni falið að athuga með áætlaðan kostnað vegna hátíðarhaldanna.

        Nefndin ákvað að hittast aftur miðvikudaginn 31. október, til að undirbúa viðburðinn.

Getum við bætt efni síðunnar?