Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

26. fundur 16. nóvember 2018 kl. 19:00 - 20:00 Gömlu Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttr
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.        Undirbúningur og framkvæmd á viðburði á degi íslenskrar tungu – Krágáta á Gömlu Borg.

Nefndarmeðlimir fóru yfir undirbúning og framkvæmd á viðburðinum Krágáta á Gömlu Borg í tilefni af degi íslenskrar tungu. Leikfélagið Borg er klárt með veitingasöluna, viðburðinn vel kynntur og stefnir í góða mætingu. Örlítil vandkvæði komu upp samdægurs þegar allar spurningar fyrir keppnina glötuðust úr tölvu spurningahöfundar. Þær voru þó hripaðar aftur upp á eftir bestu getu á nokkrum klukkustundum og allt er klárt. Lýsing á viðburðinum var eftirfarandi:

KRÁGÁTA Á GÖMLU BORG

Í tilefni af degi íslenskrar tungu efnir menningarmálnefnd til Pub Quiz á Gömlu Borg

Spurningahöfundur og spyrill verður Hallbjörn Valgeir Rúnarsson (Halli Valli).

Leikfélagið Borg sér um pöbbinn (léttvín, kaffi, bjór og gos).

- Hámark 4 saman í liði.

- 3 lotur — hefðbundnar spurningar og valmöguleikaspurningar. Rauður þráður í spurningum verður tengdur íslenskri tungu í sínum víðasta skilningi. Í síðustu lotunni má alltaf finna tóndæmi ásamt hefðbundnum spurningum.

- Refsistig fyrir að hella niður.

- 2 refsistig fyrir að brjóta glas.

- Spyrill áskilur sér þann rétt að vera sveigjanlegur/leiðinlegur eftir geðþótta.

- Húsið opnar kl. 20:00

- Keppnin hefst á slaginu 20:30

- Auðvitað er ekkert þáttökugjald.

 

Getum við bætt efni síðunnar?