Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd
1. Umræða um samfélagsstefnu sveitarfélagsins
Nefndin hittist ásamt varamönnum að ósk sveitastjórnar til að ræða um samfélagsstefnu sveitarfélagsins. Fjölskyldustefnur ýmissa sveitarfélaga voru skoðaðar. Í umræðunni komu fram ýmis sjónarmið um uppsetningu og framkvæmd. Okkur þótti mikilvægt að staðan í hverjum málflokk sé skýr. Það sé tekið heiðarlegt mat á því. Síðan sett skýr markmið og leiðir að þeim.
Okkur þótti gott að í umræðunni á þinginu kæmi fram að sveitafélagið ætti frumkvæði að samstarfi við sjálfstæð félög í framkvæmd á stefnunni.
- Ungmennafélagið hefur t.d. staðið fyrir íþróttatímum sem er mikilvægt að viðhalda og kynna fyrir íbúum.
- Markviss fræðsla um mismunandi menningarheima innan skólans. Einnig að hún sé virkt plagg og endurskoðuð reglulega.
Ákveðið að nefndin óski eftir fundi með ungmennaráði til heyra þeirra sjónarmið og áherslur.