Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

27. fundur 05. mars 2019 kl. 16:30 - 17:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Steinar Sigurjónsson varamaður
  • Bergur Guðmundsson varamaður
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir varamaður boðaði forföll
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.        Umræða um samfélagsstefnu sveitarfélagsins

Nefndin hittist ásamt varamönnum að ósk sveitastjórnar til að ræða um samfélagsstefnu sveitarfélagsins. Fjölskyldustefnur ýmissa sveitarfélaga voru skoðaðar. Í umræðunni komu fram ýmis sjónarmið um uppsetningu og framkvæmd. Okkur þótti mikilvægt að staðan í hverjum málflokk sé skýr. Það sé tekið heiðarlegt mat á því. Síðan sett skýr markmið og leiðir að þeim.

Okkur þótti gott að í umræðunni á þinginu kæmi fram að sveitafélagið ætti frumkvæði að samstarfi við sjálfstæð félög í framkvæmd á stefnunni.

  • Ungmennafélagið hefur t.d. staðið fyrir íþróttatímum sem er mikilvægt að viðhalda og kynna fyrir íbúum.
  • Markviss fræðsla um mismunandi menningarheima innan skólans. Einnig að hún sé virkt plagg og endurskoðuð reglulega.

Ákveðið að nefndin óski eftir fundi með ungmennaráði til heyra þeirra sjónarmið og áherslur.

Getum við bætt efni síðunnar?