Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

31. fundur 16. júní 2019 kl. 14:00 - 15:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Sigríðar Þorbjörnsdóttur
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      Framkvæmdaáætlun á viðburði 17. júní.

Hittumst og fórum yfir hljóðkerfi, búnað, blöðrur, fána og svæði. Skoðuðum aðgengi að rafmagni og mixer í íþróttamiðstöð fyrir hátalara og hoppukastala á útisvæði við íþróttavöllinn.

Hallbjörn keypti krítar, kaffi og andlitsmálningu.

Hugdís Erla Jóhannsdóttir sem ætlar að vera með tónlistaratriði vil ekki syngja sigurlagið úr söngvakeppninni því það er erlent en vil syngja Rósina en vantar undirspil. Hallbjörn tekur það að sér og æfir með henni um morguninn.

Ungmennafélagið sá sér ekki fært að sjá um leiki og því ákveðið að fulltrúar í nefndinni verði með stoppdans, kubb og fleiri leiki á íþróttavelli eftir stemmningu.

Hjálparsveitin sá sér ekki fært að sjá um uppsetningu og gæslu við leiktæki/hoppukastala en Sigriði tókst að sannfæra nokkra einstaklinga um að sinna því verkefni gegn greiðslu. Það verða Brúney Bjarklind Kjartansdóttir og Ásmundur Ari Guðgeirsson.

Einnig munu tveir starfsmenn úr leikskólanum sjá um andlitsmálun. Það verða Agnieszka Irmina  Zrost og Arndís Anna Jakobsdóttir.

Ekkert af þeim félögum eða fyrirtækjum sem rætt var við sáu sér fært eða hafði áhuga á að vera með kaffisölu/fjáröflun og ákvað nefndin því að fulltrúar myndu sjálfir hella upp á kaffi í Félagsheimlinu og það yrði hátíðargestum að kostnaðarlausu.

Getum við bætt efni síðunnar?