Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd
1. Gerð fjárhagsáætlunar 2021.
Nefndinni barst erindi frá Smára B. Kolbeinssyni, formanni veitunefndar en eitt af hlutverkum hennar er að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins á næsta ári. Þar er óskað eftir upplýsingum um þær framkvæmdir og fjárfestingar sem æskulýðs- og menningarmálanefnd leggur til að ráðist verði í á árinu 2021. Skilafrestur á tillögunum er til 7. október 2020.
Formaður hafði sett sig í samband við Gerði Dýrfjörð, tómstunda- og félagsmálafulltrúa og óskað eftir tillögum frá henni. Eini fasti kostnaðaliður nefdnarinnar hingað til hefur verið vegna hátíðarhalda á 17. júní og því var ákveðið að þessu sinni að leggja einungis til kostnað vegna þeirra viðburðar.
Fylgiskjal 1 skjal var sent á formann veitunefndar að fundi loknum.