Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd
1. 17. júní hátíðardagskrá.
Ekki tókst að ná saman í fund eins fljótt og talað var um og því hjólað af fullum krafti í verkefnalistann.
Verkefnalisti:
- Fjallkona: Kvenfélagið sér um fjallkonuna. Allt komið í ferli.
- Skrúðganga: Með sama móti og undanfarin ár.
- Halli athugar með Reynir Pétur. Athuga með skáta einnig. Ekki enn búið að fá staðfestingu frá aðilum.
- Hátíðarræða: Var komin hugmynd með fólk úr atvinnulífinu í sveitarfélaginu eins og framkvæmdastjóra Sólheima. Einnig var komin hugmynd um Laufey Guðmundsdóttir formann Kevnfélags Grímsneshrepps.
- Eftir umræður var ákveðið að athuga með Laufey. Dagný
- Hoppukastalar: Engir heilir kastalar til hjá Jakobi á Úlfljótsvatni og allt upppantað hjá leigunum.
- Halli er sambandi við nokkrar leigur og er kominn á biðlista.
- Skemmtiatriði: Kom hugmynd um að athuga hvort leikfélögin séu klár með stutt atriði. Óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn. Fullt af hæfileikum í sveitinni. Dagný kom þá með hugmynd um að athuga með atriði unglinga sem þau sýndu á nýliðnum Skjálfta.
- Sigga talar við Helgu
- Halli athuga með Leikfélag Sólheima
- Dagný talar við Guðný hjá Leikfélaginu Borg
- Andlitsmálning: Sennilega best að sleppa. A.m.k. óþarfa áhætta á smiti.
Getum við bætt efni síðunnar?