Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

41. fundur 17. júní 2021 kl. 13:00 - 16:00 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      Framkvæmd á 17. júní hátíðarhöldum.

Skrúðganga hefst frá versluninni Borg kl. 13:00. Skrúðgangan var leidd af Skátum úr Skátafélagi Sólheima og Reyni Pétri af góðri venju. Sápukúlublásturssveit Grímsnes- og Grafningshrepps blés af fullum krafti við undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur á kraftmiklum ferðahátalara. Gengið var upp Borgarbraut og Félagsheimilið Borg loks fundið.

Dagskrá í Félagsheimilinu Borg hófst um kl. 13:30 með kynningu formanns nefndarinnar. Hátíðarræðumaður þetta árið var Laufey Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður kvenfélags Grímsneshrepps.

Fjallkonan 2021 var Dagný Davíðsdóttir, þroskaþjálfanemi. Skátar úr Skátafélagi Sólheima stóðu heiðursvörð

Því næst tóku við skemmtileg atriði frá leikfélögunum í svetinni og frá efsta stigi Kerhólsskóla. Það þótti einstaklega skemmtilegt og sýnir kraftinn í okkar litla samfélagi. Efsta stigið úr grunnskólanum sýndi atriðið “Vertu þú sjálfur” sem gerði garðinn frægann á nýafstaðinni hæfileikakeppninni Skjálfta.

Leikarar úr Leikfélaginu Borg sýndu valin atiði úr sýningunni 39 þrep.

Leikarar úr Leikfélagi Sólheima sýndu valin atriði úr sýningunni Árar, álfar og tröll.

Að því loknu buðu fulltrúar sveitastjórnar upp á grillaðar pylsur. Hoppukastalarnir voru á sínum stað, andlitsmálning, leikir og partýtónlist á íþróttavelli.

 

Getum við bætt efni síðunnar?