Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

45. fundur 16. apríl 2022 kl. 20:00 - 21:00 Fjarfundur Zoom
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

1.  Dagskrá á hátíðarhöldum 17. júní

Nefndinni barst tilboð frá skemmtikröftunum í BMX Bros en lýsingin á sýningu þeirra er svohljóðandi:

Sýningarnar eru kraftmikil upplifun sem fær hjörtun til að slá hraðar, áhorfendur eru miklir þátttakendur og hentar sýningin vel fyrir unga sem aldna. Í lokin gefst krökkunum tækifæri til þess að spreyta sig á hjólunum, við hvetjum til hjálmanotkunar og fyrir okkur er mikilvægt að allir fari brosandi heim. Við mætum á staðinn með stökkpalla, hjól, hátalara og aðrar tilheyrandi græjur og sjáum um allt umstang í kringum sýninguna. Uppsetning er einföld og tekur stutta stund.

Formaður setti sig í samband við þá og hljóðai kostnaður upp á kr. 210.000,- sem er innan marka miðað við fjárhagsáætlun fyrir verkefnið. Ákveðið var að bóka atriðið enda verið lítið um viðburði síðastliðin ár vegna Covid-19.

Farið var yfir verkefnalistann.

  • Hoppkastalar frá Hopp og Skopp bókaðir og staðfestir. Verð er kr. 95.000,-
    • Sjóræningjakastalinn og Fiðrildið.
    • Þarf að muna að sækja 16. júní.

Aðrir dagskrárliðir eru enn óstaðfestir og ákveðið að hittast aftur í maí til að fara yfir lausa hnúta.

Getum við bætt efni síðunnar?