Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

49. fundur 17. júní 2022 kl. 10:30 - 17:30 Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

Uppsetning hoppukastala og fl.

Hoppuköstulum komið fyrir og prófað að blása upp til að tryggja að allt virki eins og það á að gera.
Blöðrum, fánum og rellum komið í bíl til að fara með að versluninni Borg og dreifa.
Hátölurum komið fyrir á skólalóð

Hátíðardagskrá
Skrúðganga frá versluninni, blöðrum, fánum og rellum dreift til krakka fyrir skrúðgöngu.
   fánaberar frá skátafélagi Sólheima.
Hátíðarræða Sölvi Hilmarsson formaður lionsklúbbsins Skjaldbreiður.
Fjallkona 2022 var Margrét Bergsdóttir.
Viðurkenning frá stýrihóp heilsueflandi samfélags. Hjalparsveitin Tintron hlaut
   viðurkenningu
Atriði frá Leikfélgi Sólheima og sýnt atriði frá unglingastigi Kerhólsskóla sem þau sendu í
   hæfileikakeppnina Skjálfta.
Grill í boði sveitarstjórnar og andlitsmálning á skólalóðinni.
Atriði frá BMX brós.

Frágangur
Gengið frá eftir daginn, hoppuköstulum pakkað saman, gengið frá tækjabúnaði og salnum í
félagsheimili.

Getum við bætt efni síðunnar?