Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

1. fundur 13. september 2022 kl. 17:30 - 19:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Jakob Guðnason formaður
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir
  • Guðmundur Finnbogason
Starfsmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása

1. Fólk boðið velkomið á fundinn og í nefndina
Minnst á siðareglur, reglur um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna, samþykkt um stjórn og fundarsköp en allir fundarmeðlimir höfðu þegar fengið kynningu.
2. Farið yfir erindisbréf nefndarinnar
Guðrún Ása breytir og sendir á nefndina til að fara yfir.
3. Dagný Davíðsdóttir kosinn ritari nefndarinnar
4. Erindisbréf ungmennaráð yfirfarið
Samþykkt og sent til sveitarstjórnar til samþykktar.
5. Tilnefnt í ungmennaráð
Helga Laufey Rúnarsdóttir og Gunnar Birkir Sigurðsson tilnefnd sem aðalmenn.
Guðmundur Björgvin Guðmundsson og Georgia Holland tilnefnd til vara.
Tilnefningar eru með fyrirvara um að sveitarstjórn samþykki breytingar á samþykkt um ungmennaráð sem hækkar þá hámarksaldur úr 18 árum í 20 ár.
6. Fundartímar
Fundarboð verði alltaf send á alla nefndina, aðal- og varamenn. Fundargerðir verði alltaf send á alla. Fundað að lágmarki á 3 mánaða fresti en byrjar svolítið bratt.
Næsti fundur 4. október kl. 17:30

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?