Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

9. fundur 06. febrúar 2024 kl. 17:15 - 19:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Jakob Guðnason formaður
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka
  • Elín Lára Sigurðardóttir fulltrúi heilsueflandi samfélag
Starfsmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir Heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Dagný Davíðsdóttir

1. Lýðheilsusstyrkur til íbúa til niðurgreiðslu á sundkortum.
Þar sem ekki stendur til að styrkja alla íbúa sveitarfélagsins til niðurgreiðslu á árskortum í íþróttamiðstöðina Borg, leggur nefndin til að sveitarfélagið gefi öllum börnum á aldrinum 10-
17 ára með lögheimili í sveitarfélaginu árskort í íþróttamiðstöðina Borg, enda sé það í samræmi við heimsmarkið númer 10 um aukinn jöfnuð og heimsmarkmið númer 3 um heilsu og vellíðan.
2. Endurskoðun á reglum um lýðheilsu og tómstundastyrk fyrir börn og eldri borgara.
Nefndin leggur til að reglur um lýðheilsu og tómsundastyrk til barna og eldri borgara verði endurskoðaðar og að tónlistarnám verði styrkhæft. Heilsu og tómstundafulltrúa falið að yfirfara reglurnar og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi.
3. Heilsueflandi þema hreyfing og útivera.
Umræða um þema ársins sem er hreyfing og útivera, Guðrún Ása ætlar að senda út könnun og ákveðið að nefndin komi með hugmyndir að mögulegum viðburðum á næsta fund.
4. Auglýsing eftir tilnefningum til heilsueflandi hvatningarverðlauna.
Ákveðið að setja í Hvatarblað marsmánaðar auglýsingu eftir tilnefningum til heilsueflandi hvatningarverðlauna sem veitt eru á 17. júní.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?