Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

12. fundur 22. janúar 2025 kl. 18:30 - 19:50 Stjórnsýsluhúsinu borg
Nefndarmenn
  • Jakob Guðnason formaður
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka
Starfsmenn
  • Óttar Guðlaugsson Heilsu og tómstundarfulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Dagný Davíðsdóttir
  1. Heilsueflandi samfélag
    Merkingar heilsueflandi samfélags í íþrottamiðstöð og öðrum húsum sveitarfélagsins. Nefndin hvetur heilsu og tómstundafulltúa og forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar til að huga að þessu samhliða uppbyggingar íþróttahússins.

  2. Vetraríþróttir í sveitarfélaginu
    Hugmyndir um skíðabrekku/hjólabraut, gönguskíðabraut og fleiri vetraríþróttir. Nefndin leggur til að stofna stýrihóp um vetraríþróttir. Nefndin leggur til að Óttari, starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.

  3. Sundkort fyrir eldriborgara og öryrkja.
    Rætt um gjaldskrá íþróttamiðstöðvar vegna eldriborgara og öryrkja. Umræður að skoða þetta frekar eftir stofnfund Félags eldri borgara GOGG. Máli frestað.

  4. Starfshópur um hjóla- og göngustíga í sveitarfélaginu
    Skipað var í vinnuhóp vegna hönnunar á göngu og hjólastígum í GOGG á 566. Fundi sveitarstjórnar þann 5. Apríl 2024. Óttari falið að virkja hópinn.

  5. Color run
    Upp kom hugmynd frá íþróttakennara Kerhólsskóla um að halda color run hlaup að fyrirmynd grundafjarðarbæjar. Nefndin fagnar hugmyndinni og hvetur Óttar til að vinna málið áfram í samráði við íþróttakennara Kerhólsskóla.
  6. Frístundastyrkur
    Lagt til að frístundastyrkur verði 60.000.- á ári fyrir 0-18 ára samkvæmt minnisblaði Heilsu og tómstundarfulltrúa.

  7. Tilnefningar í ungmennaráð
    Nefndin tilnefnir Matthías Fossberg Matthíasson og Ingibjörgu Elku í ungmennaráð

  8. Starfshópur um endurskoðun á samfélagsstefnu GOGG
    Óttari falið að virkja starfshópinn.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?