Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd
- Heilsueflandi samfélag
Merkingar heilsueflandi samfélags í íþrottamiðstöð og öðrum húsum sveitarfélagsins. Nefndin hvetur heilsu og tómstundafulltúa og forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar til að huga að þessu samhliða uppbyggingar íþróttahússins. - Vetraríþróttir í sveitarfélaginu
Hugmyndir um skíðabrekku/hjólabraut, gönguskíðabraut og fleiri vetraríþróttir. Nefndin leggur til að stofna stýrihóp um vetraríþróttir. Nefndin leggur til að Óttari, starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram. - Sundkort fyrir eldriborgara og öryrkja.
Rætt um gjaldskrá íþróttamiðstöðvar vegna eldriborgara og öryrkja. Umræður að skoða þetta frekar eftir stofnfund Félags eldri borgara GOGG. Máli frestað. - Starfshópur um hjóla- og göngustíga í sveitarfélaginu
Skipað var í vinnuhóp vegna hönnunar á göngu og hjólastígum í GOGG á 566. Fundi sveitarstjórnar þann 5. Apríl 2024. Óttari falið að virkja hópinn. - Color run
Upp kom hugmynd frá íþróttakennara Kerhólsskóla um að halda color run hlaup að fyrirmynd grundafjarðarbæjar. Nefndin fagnar hugmyndinni og hvetur Óttar til að vinna málið áfram í samráði við íþróttakennara Kerhólsskóla. - Frístundastyrkur
Lagt til að frístundastyrkur verði 60.000.- á ári fyrir 0-18 ára samkvæmt minnisblaði Heilsu og tómstundarfulltrúa. - Tilnefningar í ungmennaráð
Nefndin tilnefnir Matthías Fossberg Matthíasson og Ingibjörgu Elku í ungmennaráð - Starfshópur um endurskoðun á samfélagsstefnu GOGG
Óttari falið að virkja starfshópinn.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:50.