Fara í efni

Skólanefnd

8. fundur 08. nóvember 2011 - 18:43 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir Benedikt Gústavsson

Fræðslunefnd Grímsnes og Grafningshrepps

starfsárið 2010/2014

 

8. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps haldinn í fundarherbergi stjórnsýsluhússins á Borg, miðvikudaginn 11.október 2011, kl.16:15.

 
Mættir:
Guðný Tómasdóttir, Benedikt Gústavsson, Hugrún Sigurðardóttir, Hilmar Björgvinsson, Birna G. Jónsdóttir, Svanhildur Eiríksdóttir, Ingibjörg Harðardóttir.

 
Staða nýrrar skólabyggingar
Farið yfir tekningar sem liggja fyrir af nýju skólahúsnæði. Teikningar eru nú komnar langt á veg. Nú er verið að leggja loka hönd a að fá þá aðila að vinnunni sem þarf til að fá byggingarleyfi svo sem burðarþoli, loftræstingu og annað.  Hugmynd kom um að gera bráðabirgðaeldhúsaðstöðu þar sem tónlistarherbergi er í dag, og ræstiaðstöðu þar sem klósettin eru uppi á sviði. Þá er hægt að rífa eldhúsið og grafa fyrir öllu í einu.

 
Fundargerð skólaráðs
Hilmar lagði fram fundargerð skólaráðs og fór lauslega yfir hana

 
Yfirlit frá skólastjóra Kerhólsskóla
Hilmar sagði frá náms og kynnisferð til Noregs.

Hilmar sagði frá því að búið væri að auglýsa vegna starfs í leikskóladeildinni

 
Mötuneytisnefnd
Benedikt segir frá fyrsta fundi nefndarinnar og lagði fram fundargerð.

 
Skólastefna
Rætt var hvernig ætti að vinna þetta í framhaldi af því sem komið er.Fræðslunefnd óskar eftir að halda opinn íbúafund. Hugmynd um að fá Unni Halldórsdóttur til að stýra fundinum.  Stefnt á að halda fund til að undirbúa íbúafundinn  fimmtudaginn  20.10 kl 16 :15

 
Önnur mál
Guðný lýsir ánægju sinni með að búið sé að flytja timann á hádegismatnum í leikskóladeildinni. Umræður um hvernig  ávöxtunum sé tekið og hvað varð um hafragrautinn?

 

 
Fundi slitið kl. 18:43

 

Getum við bætt efni síðunnar?