Skólanefnd
Fundargerð.
12. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 15.00 e.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Hilmar Björgvinsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Birgir Leó Ólafsson, fulltrúi foreldra, boðaði forföll.
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir
Reglur leikskóladeildar.
Hilmar fór yfir breytingar á reglum leikskóladeildar sem hann og Svanhildur hafa unnið að. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
Skóladagatal 2012 – 2013.
Hilmar lagði fram drög að skóladagatali 2012 -2013. Það hefur verið unnið í samstarfi við Bláskógabyggð til að samræma starfs- og frídaga.
Mötuneytisnefndin.
Benedikt kynnti stöðu mötuneytisnefndar.
Staða leikskóladeildarinnar.
Guðný sagði frá því að leikskólinn væri fullur. Ein umsókn liggur fyrir og það barn á ekki lögheimili í sveitarfélaginu.
Skólaskýrsla 2011.
Skólaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011 er komin út. Umræður urðu um skýrsluna. Í henni er að finna mikinn fróðleik tölulegara upplýsinga bæði varðandi leik- og grunnskóla. Ákveðið var að prenta út tvö eintök af skýrslunni.
Staðan í byggingarmálum.
Guðný sagði frá stöðu nýrrar skólabyggingar.
Yfirlit frá fræðslunefnd Bláskógabyggðar.
Guðný sagði frá fundum fræðslunefndar Bláskógabyggðar þar sem hún er áheyrnarfulltrúi. Í bókun 15. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar var lagt til við sveitarsjórn Bláskógbyggðar að hún skoðaði ráðingu námsráðgjafa og tónlistarkennara í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla og geta námsráðgjafar aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf.
Fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps leggur til að sveitarstjórn skoði ráðningu námsráðgjafa og tónlistarkennara í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.
Önnur mál.
a) Guðný sagði frá því að Hilmar skólastjóri hafi fengið árs námsleyfi frá Kerhólsskóla, skólaárið 2012 – 2013. Verið er að skoða þá möguleika sem eru í boði varðandi ráðningu nýs skólastjóra í fjarveru Hilmars.
b) Hilmar sagði frá vinnu við útilistaverk sem skólinn er að fara að vinna að í samstarfi við Halldór Ásgeirsson listamann. Verkefnið er ekki endanlega ákveðið en það verður gert í samráði við alla þá aðila sem koma að því og jafnframt að finna endanlega staðsetningu fyrir það. Hugmynd er komin fram um að hlaða vörðu úr hrauni og að nemendur skólans búi til fána sem verða í kringum vörðuna. Búið að sækja um styrk til Listskreytingasjóðs ríkisins.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 16:30