Skólanefnd
Fundargerð.
16. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 18. apríl 2012 kl. 16:15 e.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Hilmar Björgvinsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir
Ráðning skólastjóra vegna árs námsleyfis Hilmars.
Skólastjóri Kerhólsskóla, Hilmar Björgvinsson, hefur óskað eftir eins árs námsleyfi og hefur Sigmar Ólafsson verið ráðinn í hans stað. Fræðslunefnd býður Sigmar velkominn til starfa.
Kennslustundakvóti Kerhólsskóla skólaaárið 2012-2013.
Hilmar lagði fram tillögu að kennslukvóta fyrir skólaárið 2012-2013. Reiknaður kennslukvóti er 140,1 stund á viku sem gera 5,1 stöðugildi.
Skólastefna.
Farið var yfir stöðu á vinnu við gerð skólastefnunnar og er hún langt komin. Þegar íbúaþing vegna skólastefnunnar var á haustdögum áttu 9. og 10. bekkur ekki heimangengt á íbúaþingið og hafði verið gert ráð fyrir að halda lítið auka þing fyrir þá. Þingið var haldið þriðjudaginn 17. apríl s.l. og var vel sótt. Margir miðar voru gerðir og einhverjir punktar komu fram sem ekki voru áður komnir fram. Unnið verður með þær hugmyndir við áframhaldandi vinnu við gerð skólastefnunnar. Stefnt er að gefa kennurum kost á að koma með hugmyndir að drögum skólastefnunnar á kennarafundi þann 7. maí n.k.
Önnur mál.
a) Trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:15