Skólanefnd
Fundargerð.
18. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 14. júní 2012 kl. 15.15 f.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Hilmar Björgvinsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir
1. Starfsmannamál
Hilmar segir frá því hver staðan er í starfsmannamálum.
Starfsmenn sem verða ekki næsta skólaár:
Ásta Björk Björnsdóttir kennari var með lausráðningu fram á vorið.
Hilmar Björgvinsson skólastjóri hefur fengið námsleyfi næsta skólaár.
Hólmfríður Fjóla Smáradóttir, íþróttakennari hefur sagt upp stöðu sinni frá og með 1. ágúst 2012.
Ingveldur Eiríksdóttir, kennari hefur sagt upp stöðu sinni frá og með 1. ágúst 2012.
Jóhanna Thorsteinsson, kennari var með lausráðningu fram á vorið.
Kristín Konráðsdóttir, leikskólakennari/leiðbeinandi var með lausráðningu fram á vorið.
Þórunn Ingvadóttir, kennari verður í veikindaleyfi næsta skólaár.
Nýir starfsmenn:
Emilía Jónsdóttir íþróttakennari, 75 % staða, íþróttir, sund og heimilisfræði.
Sigmar Ólafsson kennari, 100% staða, skólastjóri.
Veiga Dögg Magnúsdóttir, 93% staða, leikskólakennari/leiðbeinandi á leikskóladeild.
Eftirfarandi stöður eru í auglýsingaferli:
Umsjónarkennari, 80% staða á miðstigi.
List- og verkgreinakennari , 80 % staða.
Fræðslunefnd vill þakka þeim sem láta af störfum eða fara í leyfi fyrir vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi og jafnframt bjóða nýja starfsmenn velkomna til starfa.
2. Þróunarverkefnið; til móts við náttúrna.
Verkefnininu er nú lokið formlega og á skólaslitunum kynnti Ragna Björnsdóttir, kennari hverning vinna verkefnisins hefur gengið. Sýning á verkum nemenda er nú opin í skólahúsnæðinu til og með 18. júní n.k. Einnig eru áfangaskýrslur í tengslum við verkefnið aðgengilegar á heimasíðu skólans, www.kerholsskoli.is
3. Grænfáninn og umhverfismál
Á skólaslitunum fékk skólinn afhentan grænfánann. Lögð er áhersla á umhverfisvitund í skólanum og rætt um samspil skóla og sveitarfélags, samstarf umhverfisnefndar skólans og sveitarfélagsins og mikilvægi þess að allir vinni í takt t.d. varðandi flokkun á rusli og hvernig það er meðhöndlað á gámasvæðinu.
4. Skólabyggingin
Guðný fór yfir stöðu mála varðandi byggingu skólans. Fleygun var meiri en gert var ráð fyrir en á móti kom að uppfylling hafi verið minni en áætlað var. Að öðru leyti gangi byggingin mjög vel þó hún sé aðeins á eftir áætlun. Birgir Leó Ólafsson, byggingartæknifræðingur hefur verið ráðinn byggingarstjóri á skólabyggingunni.
5. Skólastefnan
Skólastefnan hefur nú farið fyrir sveitastjórn og íbúafund. Verður hún geymd fram á haust og þá haldið áfram með vinnu hennar. Stefnt er að klára skólastefnuna fyrir næstu áramót.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 17:15