Fara í efni

Skólanefnd

19. fundur 11. september 2012 kl. 19:30 - 21:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

19. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, þriðjudaginn 11. september 2012 kl. 19:30 e.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   
 

1.     Staða nýrrar skólabyggingar.
Birgir fór yfir stöðu mála varðandi byggingu skólans. Byggingin gengur vel og er verkið á áætlun.

 
2.     Yfirlit frá skólastjóra Kerhólsskóla.
Sigmar fór yfir hvernig skólaárið hefur farið af stað og kynnti nýtt starfsfólk. Fjórir nýjir starfsmenn tóku til starfa í haust auk Sigmars Ólafssonar skólastjóra. Emilía Jónsdóttir sem kennir íþróttir, sund og heimilisfræði, Inga Berglind Einarsdóttir umsjónarkennari miðstigs, Veiga Dögg Magnúsdóttir leiðbeinandi í leikskóladeild og Þóranna Lilja Snorradóttir sem kennir smíði, textíl, myndmennt og íslensku hjá elsta stigi. Fræðslunefnd vill bjóða þessa nýju starfsmenn velkomna til starfa við skólann. Í Kerhólsskóla skólaárið 2012-2013 eru 55 börn, 34 í grunnskóladeild og 21 í leikskóladeild.

 
3.     Staða leikskóladeildar.
Farið var yfir stöðu mála í leikskóladeild Kerhólsskóla, vandræði hafa verið að koma upp vegna manneklu og þrengsla. Auglýst var í síðasta Hvatarblaði eftir starfsmanni í hlutastarf og ætti það að leysa mannekluna. Reynt verður að skipuleggja og hagræða í húsnæðinu eftir því sem kostur er þar til hægt verður að flytja í nýju bygginguna.

 
4.     Skólastefna.
Rætt var hvert framhaldið yrði við að ljúka vinnu skólastefnunar. Talið er að tveir fundir nægji til að ljúka vinnunni og var ákveðið að fyrri fundurinn verði fimmtudaginn 4. október kl. 8:30 í fundarsal sveitarstjórnar.

 
Fundartímar.
Rætt var hvaða tímar muni henta best fyrir fundi fræðslunefndar í vetur og var ákveðið að fundir skulu haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar kl. 8:30 í fundarsal sveitarstjórnar.

 
6.     Önnur mál.
Guðný lagði fram spurningu um hvers vegna væri verið að auglýsa eftir bílsessum fyrir leikskólabörnin í ferðir á vegum skólans. Tryggingarfélögin gefa út að 5 ára börn eigi að vera í bílstólum og því spurning hvort það sé rétt að hafa börnin i bílsessum þegar farið er í ferðir. Stjórnendur leikskóladeildar munu athuga betur hvaða lausnir eru í boði.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?