Fara í efni

Skólanefnd

22. fundur 06. desember 2012 kl. 08:30 - 09:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

22. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 6. desember 2012 kl. 8:00 f.h.

 

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Svanhildur Eiríksdóttir, fulltrúi kennara
Andrea Bragadóttir, fulltrúi foreldra boðaði forföll

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
Skólanámskrá.
Skólanámskrá grunnskólans er lokið en vinna við skólanámskrá leikskólans ný hafin. Sigmar fór yfir helstu breytingar á skólanámskránni og fyrirhugað væri að hætta prenta hana út heldur hafa námskránna aðgengilega á heimasíðunni skólans. Rætt var um að setja helstu atriði úr almennahlutanum svo sem gagnleg símanúmer og fleira í Hvatarblaðið.

 
Fundargerð skólaráðs.
Fundargerð skólaráðs var lögð fram og Sigmar sagði frá því helsta sem gert var á fundi skólaráðs.

 
Skólastefna sveitarfélagsins.
Skólastefnan var samþykkt af sveitarstjórn þann 7. nóvember s.l. og var fræðslunefnd falið að sjá um prentun og dreifingu hennar. Sigmari falið að fá leyfi foreldra til að hafa hópmyndir af nemendum skólans í skólastefnunni. Samþykkt að Guðný og Inga komi með tillögur að útliti og broti á skólastefnunni. Stefnt er að því að senda hana á öll heimili í sveitarfélaginu í janúar.

 
Önnur mál.
a)      Farið var yfir bréf sem kom frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna eftirlits með fjölda skóladaga skólaárið 2011-2012. Skólastjóra falið að svara bréfinu.
b)      Rætt um hvort ekki væri hægt að skipuleggja tímana á  skólabílunum betur þ.e. morguntímanum. Skólastjóra falið að vinna að málinu.

 

 Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 9:55

Getum við bætt efni síðunnar?