Fara í efni

Skólanefnd

23. fundur 18. febrúar 2013 kl. 10:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

23. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, mánudaginn 18. febrúar 2013 kl. 10:00 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
1.     Skólanámskrá.
Sigmar sagði frá því að almenni hluti skólanámskráarinnar hefði verið birtur í janúarblaði Hvatarblaðsins. Nokkrar athugasemdir voru gerðar við smávægilegar villur í skólanámskránni og mun þær verða lagfærðar. Vinna við gerð skólanámskrár leikskóladeilda stendur yfir og ekki ljóst hvenær henni muni ljúka.

 
2.     Nýbygging og fyrstu drög að útisvæði.
Guðný kynnti stöðu nýrrar skólabyggingarinnar. Búið er að taka ákvörðun um að fresta byggingu eldhússins og leggja meiri áherslu á skólann sjálfan. Farið verður í eldhúsið þegar matreiðslustofa skólans er tilbúin þannig að hægt verði að nota matreiðslustofuna sem skólamötuneyti meðan á byggingu stendur. Komin eru drög að hönnun skólalóðarinnar frá Oddi Hermannssyni, landslagsarkitekt. Guðný fór yfir helstu atriði lóðarinnar og því sem fram kom á fundi byggingarnefndar skólans um skipulag lóðarinnar, girðingar og fleira. Fundur verður haldinn fljótlega með starfsmönnum Kerhólsskóla um skipulag á leiksvæðinu.

 
3.     Skólastefna.
Farið var yfir framhaldið á vinnu við gerð skólastefnunnar. Rætt var um á hvaða formi hún ætti að vera og lagðar voru fram tillögur að broti, myndum og og fleira. Samþykkt er að á næsta fundi fræðslunefndar verði komið með nokkrar útgáfur og henni lokið.

  

4.     Önnur mál.
a)         Farið var yfir stöðu mála hjá mötuneyti. Mikil ánægja er með matinn og mötuneytið almennt.
b)        Næsti fundur fræðslunefndar. Samþykkt er að næsti fundur fræðslunefndar verði fimmtudaginn 14. mars n.k. kl. 10:00.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:10

Getum við bætt efni síðunnar?