Fara í efni

Skólanefnd

24. fundur 14. mars 2013 kl. 10:00 - 11:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar boðar forföll
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

24. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 10.00 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir, fulltrúi kennara
Andrea Bragadóttir, fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi sveitarstjórnar boðar forföll 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
1.     Skóladagatal 2012 - 2013.
Sigmar fór yfir þau drög sem komin eru að skóladagatali næsta skólaárs þ.e. 2013-2014. Vetrarstarfið myndi hefjast 15. ágúst með starfsdögum kennara og áætluð skólaslit þann 30. maí.

Eftir á að samræma skóladagtalið við Bláskógaskóla til að samnýta skólaakstur. Endanlegt skóladagatal verður lagt fyrir fræðslunefnd síðar.

 
2.     Skólastefnan
Guðný lagði fram tillögur af broti á skólastefnunni. Samþykkt er að hafa brotið í A5 stærð og mun verða sent heim á hvert heimili í sveitarfélaginu á vordögum.

 
3.     Önnur mál.
Sigmar kynnti nýja uppsetningu foreldraviðtala í leikskóladeild sem starfsmenn leikskólans hafa unnið. Möppur munu fylgja leikskólabörnum upp í grunnskóladeild.

 
Ingibjörg sagði frá námskeiði sem hún og Guðný fóru á, Rétt málsmeðferð – öruggt skólastarf. Námskeiðið var skipulagt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélagi Íslands í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Það reyndist bæði gagnlegt og fróðlegt.

 
Ákveðið var að næsti fundur fræðslunefndar yrði haldinn þann 11. apríl n.k. kl. 10:00 í stjórnsýsluhúsinu á Borg.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?