Skólanefnd
Fundargerð.
34. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, föstudaginn 11. apríl 2014 kl. 10:00 f.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir
Skóladagatal 2014 – 2015.
Sigmar fer yfir tillögu að skóladagatali næsta skólaárs, þ.e. skólaársins 2014 – 2015. Samkvæmt skóladagatalinu verða skóladagarnir 178. Vetrarfrí eru skv. skóladagatalinu 2. og 3. mars, starfsdagar allir á mánudögum og skólaslit þann 2. júní 2015.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar.
Kennslukvóti og starfsmannaskipulag.
Sigmar lagði fram tillögu að kennslukvóta fyrir skólaárið 2014 – 2015. Áætlaður nemendafjöldi fyrir skólaárið 2014 – 2015 í grunnskóladeild er 27 nemendur og 29 nemendur í leikskóladeild.
Grunnskóladeild verður skipt í fjórar deildir þ.e. í 1. og 2. bekk með 7 nemendum, 3. og 4. bekk með 5 nemendum, 5., 6. og 7. bekk með 8 nemendum og í 8. bekk með 7 nemendum.
Leikskóladeild mun skiptast í tvær deildir, yngri og eldri deild og verður einn hópstjóri með hvorn hóp auk annarra starfsmanna eftir þörfum.
Áætlaður kennslukvóti fyrir grunnskóladeild er 160,4 stundir á viku sem gera 6,2 stöðugildi. Inn í þessum kennslukvóta eru 6 stundir vegna leikskóladeildar, 3 stundir fyrir íþróttir og heimsókn 5 ára barna í grunnskóladeild og 3 stundir vegna smiðja þar sem verðið er að flétta sama leik og nám eldri deildar leikskólans og grunnskóladeildar.
Fræðslunefnd leggur til að auglýst verði eftir kennara með tónmenntakunnáttu eða reynslu af tónmenntakennslu þegar auglýst verður eftir grunnskólakennara.
Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að taka jákvætt í viðbótarkennslukvóta vegna leikskóladeildar og sameiningar deildanna í eitt húsnæði.
Innra mat, hvað er á næstunni?
Sigmar sagði frá því að unnið hefði verið ágætlega í innra mati skólans á seinasta skólaári. Annar hluti matsins er tilbúinn og hinn er langt kominn en ekki hefur náðst að ljúka honum vegna tímaleysis. Á þessu skólaári hefur ekki verið gert neitt í innra mati skólans. Rætt var um það kerfi sem notað er við innra matið og þykir það ekki alveg nógu gott. Sigmar vill meina að Skólapúlsinn væri jafnvel heppilegra kerfi og kostaði ekki meira. Sigmari falið að skoða málið frekar.
Fundargerð skólaráðs.
Sigmar fór yfir fundargerð skólaráðs frá 9. apríl s.l.
Lóðin við nýja skólann.
Guðný fór yfir stöðu mála varðandi skólalóð nýja skólans og gengur nokkuð vel að hanna hana. Fundir eru haldnir nokkuð reglulega í byggingarnefnd og verða tillögurnar kynntar fyrir umhverfisnefnd skólans.
Það stendur til að gróf vinna lóðina í sumar en ekki fullvinna hana alveg og ekki að kaupa mikið af tækjum strax. Leyfa lóðinni frekar að þróast aðeins með nemendum, þ.e. hvernig þeir vilja hafa lóðina og kaupa þá tæki sem vantar þegar það er ljóst hvaða tæki það eiga að vera.
Greining og vangarveltur um 9. – 10. bekk.
Tekinn hefur verið saman kostnaður við að hafa 9. og 10. bekk í Reykholti vs Kerhólsskóla vegna hækkunar á viðmiðunargjaldi Samband íslenskra sveitarfélaga. Í ljósi þess ákvað fræðslunefnd að greina kosti þess að hafa þessar bekkjardeildir í Kerhólsskóla eða senda þær frá okkur. Sigmari falið að leita eftir áliti starfsfólks á málinu fyrir næsta fræðslunefndarfund.
Önnur mál.
a) Næsti fundur.
Áætlað er að næsti fundur fræðslunefndar verði föstudaginn 25. apríl kl. 8:30.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:30