Fara í efni

Skólanefnd

35. fundur 06. maí 2014 kl. 08:30 - 10:20 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar boðaði forföll.
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

35. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í Félagsheimilinu Borg, þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 8:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar boðaði forföll.


Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
Vordagar og framundan í skólastarfi.
Sigmar sagði frá því helsta sem eftir er af skólastarfinu fram að skólaslitum. Vorferðir skólans verða á sínum stað og munu 6., 7. og 8. bekkur fara að Reykholti í Borgarfirði þann 26. maí n.k. og 1. – 4. bekkur fara að Úlfljótsvatni sama dag ef ekki verður verkfall munu hóparnir líklega gista.

Stefnt er því að fara í árlega vorferð í Þrastaskóg og við skólaslitin verði grænfánanum flaggað. Verið er að búa til flaggstöng úr gamla jólatrénu til að flagga grænfánanum.

 
Hugmyndir Hermundar Sigmundssonar.
Guðný kynnti tvær greinar eftir Hermund Sigmundsson um skipulag skólastarfsins. Þar er lögð áhersla á hreyfingu í byrjun dags og kennslu í grunngreinum fyrir hádegi. Lögð er mikil áhersla á lestur.

 
Nýr skóli, yfirstjórn starfsmanna.
Rætt var um fyrirkomulag á yfirstjórn starfsmanna í Kerhólsskóla og þá ekki síst næsta haust þegar skólinn verður allur í sama húsinu. Sigmar er að kynna sér fyrirkomulag í öðrum sambærilegum skólum til viðmiðunar.

 
Greining og vangaveltur um 9. – 10. bekk.
Eftir umræður um þetta mál á seinasta fundi fræðslunefndar ræddu Sigmar og Anna Margrét þessar vangaveltur á kennarafundi. Ræddir voru kostir þess og gallar og minnt á skýrslurnar frá Hrönn Pétursdóttur og Ingvari Sigurgeirssyni.

Fram kom hugmynd um að halda skólaþing annað hvert ár, ca. í október þannig að íbúar geti tekið þátt í hvernig skólastarfið er mótað. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að þessu verði bætt inn í skólastefnu sveitarfélagsins.

  

 
Önnur mál.
Guðný fór yfir málefni af fræðslunefndar fundi Bláskógabyggðar þar sem hún situr sem áheyrnarfulltrúi. Hún sagði meðal annars frá því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfi Bláskógaskóla þar sem leikskólastjóri Álfaborgar er að hætta og því vert að skoða hvað á að gera, ráða nýjan leikskólastjóra eða sameina yfirstjórnina undir Bláskógaskóla.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:20

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?