Fara í efni

Skólanefnd

38. fundur 07. október 2014 kl. 08:15 - 09:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Erna Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

38. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 7. október 2014 kl. 8:15 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir varaformaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Erna Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar

  
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 

 
Fræðslunefnd, verkefni vetrarins.
Nánari upplýsingar um skólanefnd - Samband Íslenskra sveitarfélaga www.samband.is.

Meginverkefni; fylgjast með skólanum, leik- og grunnskóladeild.

Fara yfir aðalnámskrá í lok hvers skólaárs – í maí.

Skóladagatal.

Starfsáætlun á að vera klár í byrjun hvers skólaárs – unnið af skólastjóra.

 

Leikskólamál.
1. nóvember kemur Veiga Dögg tilbaka úr fæðingarorlofi.

Upplýsingafundur foreldra leikskólabarna ákveðinn fimmtudaginn 16.október klukkan 20:00.

 
Skólaþing.
Rætt um ráðgjafafyrirtæki og kom fram að Capacent væri að standa sig best í utanhaldi um svona þing. Inga heldur áfram að ræða við Magnús Schram og fær tölur um kostnað.

Halda annan fund með fulltrúa frá Capacent fyrir áætlað þing.

Tillaga að dreifiriti lögð fyrir og rætt var að hafa þingið fimmtudaginn 6.nóvember.  


Önnur mál.
Þagnarheit undirrituð af nefndarmönnum.

Sumaropnunartími leikskólans verður tekinn fyrir eftir skólaþing.

Rætt var um þátttöku kennara á skólaþinginu og spurt hvernig fræðslunefndin sæi fyrir sér aðkomu kennara að þinginu. Formaður tók af skarið með það að þátttaka kennara (og skólastjóra) í málþinginu væri sjálfsögð og þar eigi þeir að láta ljós sitt skína til jafns við aðra þátttakendur. Aðrir fundarmenn tóku undir þetta sjónarmið formannsins.

 

 

Fundi slitið klukkan 9:30

Getum við bætt efni síðunnar?