Skólanefnd
Fundargerð.
39. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 27. október 2014 kl. 8:30 f.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir varaformaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Erna Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.
Íbúaþing um skólamál.
Kynning frá fulltrúa Capacent; Þröstur Freyr Gylfason – Capacent stjórnar og heldur utan um íbúaþingið og vinnur úr gögnum.
Dagsetning íbúaþings ákveðin. Ákveðið var að halda íbúaþing um skólamál fimmtudaginn 6.nóvember. Ákveðið var að senda út dreifirit í vikunni – birta auglýsingu á forsíðu Hvatarblaðsins – setja auglýsingu á heimasíðu GOGG og Kerhólsskóla – setja á Facebook síðu GOGG – senda tölvupóst til aðstandenda skólans. Hvetja íbúa til að mæta – viljum fá sem breiðasta hóp af þátttakendum. Ákveðið að reyna að hafa hópstjórana á íbúaþinginu brottflutta sveitunga.
Önnur mál.
Bjarni kom með punkta frá kennarafundi
Formaður óskar eftir fundi með sveitarstjóra, oddvita, skólastjóra og formanni fræðslunefndar í Bláskógabyggð og óskar eftir því að sami hópur úr Grímsnes- og Grafningshreppi mæti á fundinn. Málefni fundarins á að vera sérkennsla og önnur mál í samskiptum skóla.
Fundi slitið klukkan 11:30