Skólanefnd
Fundargerð.
43. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 5. mars 2015 kl. 8:15 f.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjornar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi grunnskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.
Kynning á Skólapúlsinum
Sigmar kynnti Skólapúlsinn. Skólapúlsinn heldur utan um kannanir á hjá þeim skólum sem eru skráðir í Skólapúlsinn meðal annars um líðan, samskipti og starfsaðstæður. Kannanirnar eru gerðar á meðal nemenda, foreldra og kennara.
Sigmar kynnti fyrir okkur að könnun meðal starfsmanna leikskóladeildar hefur verið gerð og verður gerð á meðal starfsmanna grunnskóladeildar nú á vorönn. Ákveðið var að fara ekki í fleiri kannanir í byrjun heldur bíða með foreldra- og nemandakönnun þar til næst. Skólapúlsinn býður upp á að hægt sé að bera skóla saman og einnig að leita ráða hjá öðrum skólum sem eru að standa sig vel.
Skóladagatal fyrsta kynning
Sigmar kynnti skóladagatalið.
Fræðslunefnd styður það að skólinn kanni viðhorf foreldra og starfsfólks til þess að fella niður vetrarfrí og lengja þar með sumarfríið.
Bréf frá kennurum
Fræðslunefnd fór yfir bréf frá kennurum sem kom í kjölfarið af því að fræðslunefndin spurði þriggja spurninga varðandi málefni 9. og 10. bekkjar.
Skýrsla Capacent
Fræðslunefnd leggur til að Kerhólsskóli verði heildstæður skóli upp í 10. bekk.
Álitið er samhljóða bæði meðal kjörinna fulltrúa og áheyrnafulltrúa.
Fræðslunefnd leggur til að breytingin taki gildi haustið 2016 þ.e. að árgangurinn 2001 fari í Reykholt og klári skólagönguna sína þar ásamt því að 2000 árgangur klári einnig skólagöngu sína í Reykholti. Greidd voru atkvæði um hvenær breytingin ætti að taka gildi og féllu atkvæði þannig að báðir fulltrúar C-listans vildu að breytingin tæki gildi haustið 2016 og fulltrúi K-listans vildi að breytingin tæki gildi 2015.
Þegar að skýrslan frá Capacent verður tilbúin leggur fræðslunefnd til að gera hana opinbera og kynna hana fyrir sveitungum. Fræðslunefnd mun nýta skýrsluna til að fara yfir skólastefnu sveitarfélagsins næsta haust. Skýrslan ætti einnig að nýtast skólanum, foreldarfélaginu og öðrum sem koma að skólastarfinu eða félagsmálum.
Önnur mál
a) Fræðslunefnd óskar eftir fundi með æskulýðs- og menningarmálanefnd varðandi félagsstarf í sveitarfélaginu sem snúa sérstaklega að nemendum Kerhólsskóla.
b) Rætt var um hádegisverðarmál nemenda í 9. og 10. bekkjar á föstudögum. Það kom í ljós nýlega að mötuneytið í Reykholti er opið á föstudögum. Lagt var til að Sigmar myndi hafa samband við foreldra barna í 9. og 10. bekkjar og kanna hug þeirra varðandi mat á föstudögum í Reykholti.
Fundi slitið klukkan 10:40