Skólanefnd
Fundargerð.
48. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 26. október 2015 kl. 8:15.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjornar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.
Starfsáætlun Kerhólsskóla.
Farið yfir starfsáætlun, það eru nokkrir punktar sem þarf að laga. Sigmar mun laga hana til og verður hún lögð aftur fyrir næsta fund.
Verkefnaáætlun 2015-2016.
Farið yfir verkefnaáætlun Kerhólsskóla.
Áætlun skólanámskrágerðar leikskóladeildar.
Jóna Björg kynnti fyrir okkur hvernig áætlað er að vinna skólanámskrána fyrir leikskólann. Hún sendi út póst á alla foreldra leikskólabarna og bauð þeim að taka þátt í vinnunni sem mun eiga sér stað aðra hverja viku næstu mánuðina. Áætlað er að námsskráin verði klár í apríl 2016.
Fundargerð Mötuneytisnefndar.
Kynning á fundargerð Mötuneytisnefndar og dagskrárliðir ræddir.
Fjárhagsáætlun.
Sigmar kynnti fyrir okkur fjárhagsáætlun Kerhólsskóla.
Önnur mál.
a) Farið yfir könnun sem gerð var um opnunartíma leikskóla. Fræðslunefnd óskar eftir því að sveitarstjórn taki afstöðu til lengingu á opnunartíma leikskóla samkvæmt könnun sem Jóna Björg lagði í leikskólanum í október. Enn er eftir að kanna hvort áhugi sé fyrir skólaseli á miðvikudögum ef almennur vilji væri fyrir því væri hægt að minnka skólaakstur.
b) Sigmar sagði frá því að Árshátíð Kerhólsskóla verði seinkað frá 4. nóvember til 25. nóvember.
c) Gerður er ráðin í 50% vinnu til að starfa með og sinna félagsþörfum hjá öllum börnum í sveitarfélaginu. Ósk kom frá fræðslunenda að hún myndi kynna starfið sitt fyrir foreldrum.
d) Skólaþing verður haldið 2.nóvember í Reykjavík og er fræðslunefnd boðið að mæta.
e) Nýr fulltrúi foreldra hefur verið kosin; Hugrún Sigurðardóttir. Fræðslunefnd þakkar Dagnýju Davíðsdóttur fyrir vel unnin störf.
f) Fyrirspurn kom frá fulltrúa í fræðslunefnd vegna málefna 9 – 12 mánaða barna, þeirri spurningu er vísað til sveitarstjórnar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:05