Fara í efni

Skólanefnd

50. fundur 15. desember 2015 kl. 08:30 - 10:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi kennara
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

50. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 15. desember 2015 kl. 8:30.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi kennara
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

  
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

  
Kynning frá skólastjóra.
Sigmar sagði frá starfinu í skólanum síðustu vikur. Árshátíðin var haldin seinnipartinn í nóvember og tókst mjög vel. Haldnar voru jólastöðvar í síðustu viku þar sem að foreldrum var boðið að koma í skólann og taka þátt með nemendum. Farið var á Sólheima  þar sem  kveikt á jólatrénu. Mánudaginn 14. desember fór elsti árgangurinn í leikskólanum og 1.-4. bekk á Snæfoksstaði að velja jólatré. Litlu jólin eru framundan ásamt jólafríi. Verið er að vinna í samstarfi við Barnaskólann á Eyrabakka og Stokkseyri og Flóaskóla.

 
Kynning frá aðstoðarleikskólastjóra.
Jóna Björg sagði frá starfinu í leikskólanum síðustu vikur. Haldið var foreldrakaffi núna í desember á vegum foreldrafélagsins. Jólastöðvar voru haldnar í leikskólanum á sama tíma og í skólanum í síðustu viku. Hundahópur fór með skólanum bæði á Sólheima og að sækja jólatré á Snæfoksstöðum.

Síðasti vinnufundur vegna leikskólahluta skólanámskrárinnar er áætlaður í dag, síðan tekur við vinna hjá Jónu Björgu að setja námskránna saman.

Búið er að ráða tvo starfsmenn inn á leikskóladeildina, nýju starfsmennirnir byrja annars vegar 4. janúar og hins vegar 1. febrúar.

 
Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Unnið var áfram að skólastefnunni og var ákveðið að halda sömu uppsetningu.

Jóna Björg ætlar að finna myndir.

 

 
Önnur mál.
Guðný sagði frá því að skólastjóri láti af störfum um áramót. Fræðslunefnd þakkar Sigmari fyrir gott starf og ánægjuleg samskipti.

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?