Fara í efni

Skólanefnd

54. fundur 07. júní 2016 kl. 08:15 - 09:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi kennara
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

 

54. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 7. júní 2016 kl. 8:15 f.h.

 

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi kennara
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Alice Petersen, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri 

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

  
Yfirlit frá skólastjóra.
Skólastjóri kynnti fyrir nefndinni starfsemi skólans síðasta mánuðinn.

 
Kennslukvóti.
Tillaga að kennslustundakvóta lögð fyrir. Nemendafjöldi næsta vetur er áætlaður 46. Kennslukvóti kennara er 213,3 og stöðugildi kennara næsta vetur er 8,2. Fræðslunefndin óskar eftir að sveitarstjórn yfirfari og samþykki meðfylgjandi tillögu að kennslustundakvóta.

 
Starfsmannamál og kennsluskipulag.
Skólastjóri fór yfir starfsmannamál og kennsluskipulag næsta vetur.

 
10. bekkur.
Farið var yfir skipulag næsta vetur í tengslum við 10. bekk., útisvæði, innisvæði og val. Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á útisvæðið við skólann verði gert unglingavænt og óskar eftir því við sveitarstjórn að farið verði í úrbætur á skólalóðinni og skoðað verði að setja upp hjólabrettaramp og/eða skólahreystibraut. 

 
Önnur mál.
Rædd voru hvaða mál fræðslunefnd hafði ekki náð að fara yfir á árinu og nauðsynlegt sé að starfsáætlun sé klár í byrjun skólaárs

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan  9:30

Getum við bætt efni síðunnar?