Skólanefnd
Fundargerð.
62. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 6. júní 2017 kl. 14:00 e.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.
Starfsdagar, foreldradagar og uppbrotsdagar.
Formaður fræðslunefndar fór yfir síðustu daga skólans og voru ræddar athugasemdir frá foreldrum vegna uppbrotsdagana og skólastjórnendum falið að skoða dagskrá næsta vors með tilliti til þess.
Kennslukvóti.
Jóna Björg fór yfir kennslukvótann fyrir næsta vetur 2017 – 2018 og bar saman við veturinn í vetur 2016 – 2017. Kennslukvóti næsta árs hækkar aðeins miðað við veturinn í vetur en inni í því er kvóti vegna fyrirhugaðs Frístundaheimilis sem verður fullnýtt samkvæmt forkönnun.
Starfsmannamál og kennsluskipulag.
Jóna Björg fór yfir starfsmannamál og kennsluskipulag. Það vantar enn starfsmenn í þrjár stöður í grunnskóladeildina ásamt einum starfsmanni í leikskóladeild.
Kynning á Bókun 1.
Sveitarstjóri kynnti fyrir fræðslunefnd Bókun 1 sem sett var inn í síðasta kjarasamning grunnskólakennara en með því er verið er að vinna að því að minnka vinnuálag hjá kennurum og gera vinnuumhverfi betra.
Skýrsla frá umhverfisnefnd.
Jóna Björg fór yfir markmið umhverfisnefndar og minnisblað fyrir fulltrúa umhverfisnefndar.
Fundargerð mötuneytisnefndar.
Jóna Björg kynnti fyrir okkur fundargerð mötuneytisnefndar.
Fundargerð skólaráðs.
Jóna Björg kynnti fyrir okkur fundargerð skólaráðs.
Viðhald og framkvæmdir lóðar yfir sumartímann.
Jóna Björg kom inn á að skúrinn á leikskólalóðinni er orðinn myglaður, kom upp sú hugmynd að setja skúr undir stigann sem annars nýtist ekki. Steinhleðslan er orðin hættuleg börnunum á leikskólalóðinni og stóra hliðið opnast þegar því hentar.
Önnur mál.
Námsmat.
Námsmatið kom betur út en áætlað var hjá flestum og náðu kennarar að skila meiru af sér heldur en búist var við.
Skólaslit.
Skoða hvort hægt sé að innleiða leikskólann meira inn í dagskrána á skólaslitunum til að allir bæði börn og starfsmenn skólans geti tekið þátt í þessari hátíð. Skólastjórnendum falið að útfæra þetta.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:15