Fara í efni

Skólanefnd

63. fundur 04. september 2017 kl. 08:30 - 09:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

63. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 4. september 2017 kl. 8:30.

 

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra

    
     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.    

 
Kynning á vetrarstarfinu, leik – og grunnskóli.
Stjórnendur fóru yfir starfið í leik- og grunnskóla. Farið var yfir nýja starfsmenn en það vantar enn einn starfsmann í leikskóladeild. Í haust var farið yfir skólareglurnar með nemendum og jafnframt var haldið lítið skólaþing með 5. – 10. bekk um skólareglurnar og mun sú vinna skila bættum skólareglum á næstu vikum í samráði við nemendur.

 
Stundaskrár.
Jóna Björg fór yfir stundaskrárnar en þær eru svipað uppbyggðar og á síðasta ári. Sömu áherslur eru í námi á milli ára en áfram er lögð áhersla á umhverfið og útinám. Gerð var athugasemd að stærðfæði kennsla væri undir viðmiðunarmörkum í 5. - 7. bekk.  Skólastjórnendur segja það vera hluti af útinámi. 

 
Fundartímar í vetur.
Ákveðið var að halda fræðslunefndarfundina í vetur annan mánudag í mánuði klukkan 14:00. Næsti fundur er áætlaður 9. október klukkan 14:00.

 


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:40

Getum við bætt efni síðunnar?