Fara í efni

Skólanefnd

65. fundur 15. nóvember 2017 kl. 14:00 - 15:27 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi foreldra
Guðný Tómasdóttir

Fundargerð.

65. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, miðvikudaginn 15. nóvember 2017 kl. 14:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Sigrún Jóna Jónsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar     
Guðmundur Finnbogason, fulltrúi foreldra

 
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri, boðar forföll

 
     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir          

 
Kynning á fjárhagsáætlun.
Jóna Björg kynnir drög að þeim hluta fjárhagsáætlunnar sem varðar fræðslumál 2018. Óskalisti lagður fram frá kennurum, óskað er eftir afstöðu einstakra liða frá sveitarstjórn. Beðið hefur verið um skólahreystisbraut seinustu 3 ár og er það orðið þarft þar sem unglingastigið er allt á Borg og áhugi á að taka þátt í skólahreystikeppninni. Einnig kom hugmynd að hægt væri kanna að kaupa hluti eins og róbóta með öðrum skólum, til dæmis þeim skólum sem standa saman að valhelgum. Einnig væri hægt að kaupa Tækni-lego og rathlaupsdót með dagvistun til að dreifa kostnaðinum á aðra liði. Sjá meðfylgjandi skjal frá kennurum.

 
Valhelgi.
Skólastjóri fer yfir hvernig fyrsta valhelgi hafi gengið fyrir sig. Allir sammála um að helgin hafi gengið mjög vel og allir þáttakendur ánægðir.

 
Fundargerð mötuneytisnefndar.
Jóna segir frá fundinum, mikil ánægja er með matinn.

 
Fundargerð skólaráðs.
Skólaráð hefur fundað einu sinni á þessu ári og er sú fundargerð kynnt. Ítrekað að mikilvægt er að fara að hafa brunaæfingu.

 
Fundargerðir umhverfisnefndar
Umhverifsnefnd hefur fundað tvisvar sem af er skólaárinu.  Fundað er einu sinni í mánuði. Unnið hefur verið með sóun og hefur það orðið til þess að nánast engum mat er hent og haldin var fatamarkaður í báðum deildum sem vakti lukku og gekk vel.  Eftir áramót verður tekin fyrir lýðheilsa.

 
Starfsáætlun/skólanámskrá.
Lokið hefur verið við gerð starfsáætlunar, hún yfirfarin og samþykkt. Heimasíðan er á góðri leið og þegar hún verður komin í gagnið verður starfsáætluninn skorin niður og vísað í stærri kafla á heimasíðu.

 
Önnur mál

a)      Trukkar bakka alltaf að leikskólanum. Það er ákveðin leið sem á að bakka, ekki á hellunum og hitalögnunum. Hugmynd hvort hægt sé að nota grjótið sem var inn á leikskólalóð til að anmarka þar sem ekki á að bakka. Óskað eftir að sveitastjórn taki afstöðu til þess og láti þá vinna verkið eða finni aðra lausn.
b)      Jóna kemur með tvær bækur á fundinn “Fyrstu dagarnir” og “Árin sem engin man” og spyr hvort að það væri sniðugt að sveitafélagið gæti gefið þessar bækur nýbökuðum foreldrum í sveitafélaginu. Falleg gjöf sem myndi nýtast ungum foreldrum vel. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar.
c)      Samráðsfundur skólastiga var haldið 3. nóvember þar sem saman komu kennarar úr uppsveitum þar sem rætt var ýmislegt eins og samtarf milli skóla, einnig unnu saman kennarar sem eru að kenna sömu greinar, áætlaður er annar fundur eftir áramót.
d)      Farið var með 9. og 10. bekk í FSU og kynnt starfsbrautir og farið var inn í ýmis fyrirtæki og kynnt iðngreinar.
e)      Foreldrafélögin uppsveita og líka niðri í Flóa hafa verið að tala saman um að vinna meira saman halda sameiginlega kynningafundi og ýmislegt annað sem myndi styrkja þetta starf.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:27

Getum við bætt efni síðunnar?