Skólanefnd
Fundargerð.
70. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 9. apríl 2018 kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Guðmundur Finnbogasson, fulltrúi foreldra
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.
Vinnufundur.
Formaður fræðslunefndar fer yfir að kjörnir fulltrúar hafi fundað til að ræða lokunardaga leikskóla. Óheimilit er að taka ákvarðanir á vinnufundum og þess vegna var bókuninni vísað aftur inn á fræðslunefndarfund.
Fræðslunefnd hvetur foreldra til að hafa börn á leikskólaaldri heima þá daga sem grunnskólinn er lokaður með því að bjóða foreldrum niðurfellingu á gjaldi af þeim dögum ef þeir hafa börnin heima. Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu kemur fram að börn á Íslandi eyði meiri tíma á leikskóla en í öðrum OECD löndum. Óskað er eftir því að sveitarstjórn taki afstöðu til þessa.
Skóladagatal.
Skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019 verður 179 dagar til að hægt verið að hafa skólaslit á miðvikudegi í stað þess að hafa á föstudegi eftir uppstigningardag. Fræðslunefnd leggur til að leikskólinn verði lokaður milli jóla og nýárs þar sem það eru bara tveir virkir dagar. Gjald vegna þeirra verði fellt niður. Óskað eftir afstöðu sveitastjórnar.
Kennsluskipulag/Mannauður.
Lengja þarf stundatöfluna til 14:10 á næsta ári til að uppfylla stundartöflu fyrir miðstig og efsta stig. Yngstu börnin munu fá skólasel í einhverjar stundir til að fylla þeirra stundatöflu. 38 börn verða í grunnskóladeild á næsta skólaári. Umræða urðu um valhelgar.
Símenntun starfsfólks.
Skólastjóri fór yfir skjal sem hver starfsmaður í Kerhólsskóla fær í upphafi skólaárs og svo fer það eftir kjarasamningum hvað hver og einn þarf að skila.
Hver grunnskólakennari er með 105-150 klukkustundir í símenntun á ári.
Starfsmannasamtöl.
Skólastjóri fór yfir starfsmannasamtöl og það var almenn ánægja hjá starfsfólki.
Önnur mál.
a) Næstu fræðslunefndarfundir.
Næstu fræðslunefndarfundir verða haldnir þann 14. maí og 4. júní.
b) Framtíðarstefna skólans.
Starfsmenn skólans töluðu um að það vantaði framtíðarstefnu hjá skólanum, þ.e. hvar ætlum við að vera eftir 5 ár.
c) Fjölskyldustefna.
Fræðslunefnd skorar á sveitarstjórn að gera fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið sem stuðlar að meiri samveru fjölskyldunnar.
d) Starfsmaður vegna persónuverndarlaga.
Rætt um að ráða þurfi starfsmann.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:48