Fara í efni

Skólanefnd

72. fundur 12. september 2018 kl. 08:15 - 09:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri boðaði forföll
Guðmundur Finnbogason

Fundargerð.

72. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, miðvikudaginn 12. september 2018 kl. 8:15 f.h.

 
Fundinn sátu:
Pétur Thomsen formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðmundur Finnbogason, fulltrúi sveitarstjórnar
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Íris Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri boðaði forföll

     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

 
Hlutverk fræðslunefndar.
Pétur Thomsen, formaður fóru yfir hlutverk fræðslunefndar fyrir nefndarmenn. Lagður var fyrir gátlisti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem að nefndarmenn munu fara yfir fyrir næsta fund.

 
Kynning á vetrarstarfinu, leik – og grunnskóli.
Stjórnendur fóru yfir starfið í leik- og grunnskóla.

Sigríður fór yfir áherslur á leikskóladeild í vetur ásamt þeim verkefnum sem að hver aldurshópur tekur fyrir. Fjöldi barna sem þurfa inngrip er mjög hátt í leikskólanum eða um 50%. Ýmsar ástæður eru þar að baki en sú viðamesta er vegna barna sem eru tvítyngd.

Jóna Björg fór yfir áherslur skólastarfsins fyrir veturinn. Áherslur eru grænfánann, lýðræðið og lífsfjölbreytileikinn.

Skólinn er í samstarfi með sveitarfélaginu og skógræktarfélaginu um að útbúa yndisgarð. Til þess hefur skólinn fengið úthlutað 4 ha landsvæði í nágrenninu og mun þar vinna að þessu verkefni á næstu árum og áratungum.

Breytingar eru að verða á starfsmannamálum í leikskóladeild með haustinu. Byrjað er að auglýsa eftir nýjum starfsmönnum. Grunnskóladeild er fullmönnuð fyrir veturinn miðað við núverandi nemendastöðu.

 
Stundaskrár.
Íris Anna lagði fram og kynnti stundarskrár leik- og grunnskóladeilda. Bætt hefur verið inn gjaldfrjálsri frístund á mánudögum og þriðjudögum þar til að skólabíll leggur af stað. Rætt var um smiðjuhelgar sem að verða á dagskrá líkt og síðasta vetur. Sömu áherslur eru í námi á milli ára en áfram er lögð áhersla á umhverfið og útinám. Allar stundarskrár hafa verið reiknaðar út með tilliti til viðmiðunarstundaskráa aðalnámskrár og eru samkvæmt þeim að teknu tillit til smiðjuhelganna. List og verkgreinar eru kenndar í blönduðum hópum þar sem að 5.-10. bekkur eru saman. Ekkert heimanám er lagt fyrir að undanskildum daglegum lestri og verkefnum tengdum honum.   

 
Fundartímar í vetur.
Ákveðið var að halda fræðslunefndarfundina fram að áramótum annan þriðjudag í mánuði klukkan 8:10. Næsti fundur er áætlaður 9. október klukkan 8:10.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:00

Getum við bætt efni síðunnar?