Skólanefnd
Varamenn voru boðaðir á fundinn til að fá víðtækari aðkomu að vinnu við skólastefnuna og undirbúning fyrir íbúaþing.
1. Skólastefna.
Formaður fór yfir glærur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilgang og gerð skólastefnu. Farið var yfir skólastefnuna eins og hún er í dag ásamt stefnum annarra sveitarfélaga. Rætt var um skipulag og fyrirkomulag stefnunnar. Eftir íbúafund verður ný stefna mótuð í samstarfi við hagsmunaaðila.
2. Undirbúningur fyrir íbúafund.
Formaður fór yfir skipulag íbúafundarins sem verður haldin annað kvöld. Rætt var um mögulegar spurningar sem hægt væri að nýta til að keyra áfram samtalið ef þess þyrfti. Lögð var áhersla á að ræða um framtíðarsýn skólamála á fundinum.
3. Önnur mál.
a) Fundartími næsta fundar var ákveðin þann 11. apríl klukkan 8:15.