Fara í efni

Skólanefnd

77. fundur 20. mars 2019 kl. 16:00 - 17:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Benedikt Gústafsson varamaður
  • Bjarni Þorkelsson varamaður
Guðmundur Finnbogason

Varamenn voru boðaðir á fundinn til að fá víðtækari aðkomu að vinnu við skólastefnuna og undirbúning fyrir íbúaþing.

 1.  Skólastefna.

Formaður fór yfir glærur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilgang og gerð skólastefnu. Farið var yfir skólastefnuna eins og hún er í dag ásamt stefnum annarra sveitarfélaga. Rætt var um skipulag og fyrirkomulag stefnunnar. Eftir íbúafund verður ný stefna mótuð í samstarfi við hagsmunaaðila.

 

2.  Undirbúningur fyrir íbúafund.

Formaður fór yfir skipulag íbúafundarins sem verður haldin annað kvöld. Rætt var um mögulegar spurningar sem hægt væri að nýta til að keyra áfram samtalið ef þess þyrfti. Lögð var áhersla á að ræða um framtíðarsýn skólamála á fundinum.

 3.  Önnur mál.

a)  Fundartími næsta fundar var ákveðin þann 11. apríl klukkan 8:15.



Getum við bætt efni síðunnar?