Fara í efni

Skólanefnd

78. fundur 11. apríl 2019 kl. 08:20 - 09:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar forfallast sem og varamaður.
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar forfallast.
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar forfallast. Guðrún Ása Kristleifsdóttir kemur inn sem varamaður.
Guðmundur Finnbogason

1.  Skóladagatal 2019-2020.

Skóladagatalið var sent með fundarboði. Fundarmenn fóru yfir dagatalið og leiðréttu. Dagatalið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og sent til sveitarstjórnar.

Lagt er til að fræðslunefnd efni til könnunar meðal foreldra leikskólabarna um frídaga í leikskóladeild sem yrði notuð við gerð skólastefnu.

 2.  Hreyfistundir starfsmanna.

Skólastjórnendur segja frá því að nýting á hreyfistundum sé að aukast, sérstaklega í leikskóladeild. Kannanir segja að starfsmenn vilji gjarnan halda þessu inni en fólk setur oft aðra hluti í forgang þó þeir myndu vilja nýta þetta. Lagt er til að kannanir verði nafnlausar í framtíðinni. Óskað er eftir nákvæmari samantekt á nýtingu fyrir lok skólaárs.

 3.  Dagvistunargjöld.

Sveitarstjórn hefur óskað eftir afstöðu fræðslunefndar til dagvistunargjalda. Fræðslunefnd leggur til að dagvistunargjöld lækki en mest fyrir færri tíma vistun.

 

Fjöldi stunda

Tímagjald per stund

Samtals

4 tímar

1.770

7.080

5 tímar

1.770

8.850

6 tímar

1.770

10.620

7 tímar

2.770

13.390

8 tímar

2.770

16.160

8,5 tímar

4.770

20.930

9 tímar

4.770

25.700

 

Jafnframt er lagt til að afsláttur milli leikskóla og frístundar sé samræmdur og tengdur saman. Þannig að systkini í leik og frístund telji til afsláttagjalda líkt og í leikskóla.  

Jafnframt er lagt til að fæðisgjald í frístund verði fellt niður.

 4.  Ákvörðun á fundartíma á aukafundi vegna endurskoðunar á skólastefnu og verklagsreglum um fjölgun fagmenntaðra í skólanum.

Fundað verður þann 23. apríl klukkan 8:15 til 10:00. Lögð verður áhersla á að klára verklagsreglur á þeim fundi.

 5.  Fundartími næsta fundar fræðslunefndar.

Næsti fasti fundur nefndarinnar verður 7. maí klukkan 8:15.

 6.  Önnur mál.

a)      Fulltrúi foreldra ræðir um nýja reglugerð um skólaakstur. Þar er lögð áhersla á auknar öryggiskröfur. Fræðslunefnd er ánægð með þessar breytingar en hefði viljað sjá auknar áherslur á að stytta jafnframt þann tíma sem að börn eru í skólabíl. Lagt er til við sveitarstjórn að í næsta útboði verði miðað við styttri hámarkstíma skólaaksturs.



Getum við bætt efni síðunnar?