Fara í efni

Skólanefnd

80. fundur 07. maí 2019 kl. 08:15 - 09:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar - forfallaður
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri - forfölluð
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
Dagný Davíðsdóttir

1.      Hreyfistundir starfsmanna.

Íris fór yfir kannanir sem voru gerðar á hreyfistundum starfsfólks, líðan og upplifun starfsfólks á hreyfistundunum og nýtingu þeirra.

Samantekt á heilsukönnun starfsmanna:

 Hreyfing 2017-2018:

Meðaltal:

- Starfsmanna fjöldi: 23,2

- Starfsmenn sem mættu eru: 12,5

- Starfsmenn sem ekki mættu eru: 10,7

- Að meðaltali fóru allir starfsmenn 2 sinnum í mánuði í hreyfingu 

Hreyfing 2018-2019                                                          

Meðaltal:

- Starfsmanna fjöldi: 32,8

- Starfsmenn sem mættu er: 16

- Starfsmenn sem ekki mættu er: 16,8

- Að meðaltali fóru allir starfsmenn 1,9 sinnum í mánuði í hreyfingu

 2.      Kennsluskipulag/mannauður.

Jóna fór yfir bekkjarskiptingu næsta árs og stöðuna eins og hún er í dag varðandi mannauðsmál.

 3.      Viðhald húsa og lóðar yfir sumartíma.

Ræddar voru þarfir á umbótum á skólalóðinni. Sérstaklega þarf að skoða ýmislegt á leikskóla lóðinni svo sem undirlag fyrir rólurnar, rennibrautin á leikskólalóð er orðin mjög léleg og fleira sem þarf að bæta. Jóna og Sigríður ætla útbúa lista með þeim atriðum sem þarf að skoða yfir sumartímann.

 4.      Staðan á námi styrkþega í kennaranámi.

Núna eru 6 einstaklingar á námsstyrk, 3 í grunnskóla og 3 í leikskóla. Þeir eiga frá 1-4 ár eftir í námi til að öðlast leyfisbréf til kennslu. 

 5.      Dagsetning næsta fundar.

Næsti fundur ákveðinn 4. júní kl 8:15.

 

Getum við bætt efni síðunnar?