Fara í efni

Skólanefnd

85. fundur 09. desember 2019 kl. 16:00 - 17:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri - forfölluð
Guðmundur Finnbogason og Dagný Davíðsdóttir

1.      Ósk um auka starfsdag vegna ferðar kennara.

Auka starfsdagur starfsfólks vegna starfsmannaferðar til Ítalíu. Fræðslunefnd samþykkir þetta fyrir sitt leiti og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu þar sem þetta kallar á breytingu á skóladagatali.

 2.      Skólastefna sveitarfélagsins.

Dagný Davíðsdóttir - kom inn undir þessum lið. Pétur fór yfir þá punkta sem komu út úr skólaþingi. Meðal þess sem kom fram var áhugi nemenda á nemendalýðræði og aukið verknám nemenda.

Þá var rætt um að koma inn heimsmarkmiðum SÞ.

Nemendur hafa líka líka áhuga á vísindum og tilraunum og að læra meira af samfélaginu.

Forritun kom einnig sterkt fram.

Er hægt að tengja skólastefnu betur við nærsamfélagið.

Búa þarf til pláss fyrir hefðir hjá eldri nemendum og skilgreina betur fastaliði í dagskránni.

Umhverfissjónarmið fái sess t.d. í gegnum grænfánaverkefnið og útinám.

Heilsuefling fær sess í gegnum heilsueflandi samfélag.

Aðstaða sé almennt til fyrirmyndar og tækjabúnaður sé við hæfi.

Aðstaða til náttúrufræði og raungreina kennslu sé til fyrirmyndar.

Bókasafn sé til fyrirmyndar.

 Barnasáttmálinn. Guðmundur Finnbogason – fór af fundi undir þessum lið.

Barnvænt samfélag.

Nám og kennsla: forritun, list og verkgreinar, fjölbreyttar kennsluaðferðir. Flétta upplýsingatækni inn í fjölbreyttar kennsluaðferðir.  Mikla sköpun.

Menntun starfsfólks:

Hvernig getum við fjölgað fagmenntuðum í leikskólanum?

Starfsaðstæður leikskólakennara.

Skólinn sé fullmannaður fagmenntuðu starfsfólki.

Halda áfram stuðningi í nám.

 3.      Næsti fundur.

Næsti fundur ákveðinn 3.febrúar 2020, kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?