Skólanefnd
1. Framvinduskýrsla vegna ytra mats á Kerhólsskóla.
Farið var yfir framvinduskýrslu vegna ytra mats. Flestum atriðum er lokið. Helstu þættir sem enn eru í vinnslu snúa að innramati skólans. Einnig á eftir að ljúka þeim lið sem tengist skólastefnu sveitarfélagsins. Skýrslan verður send í næstu viku.
2. Skóladagatal, fyrsta umræða.
Fyrstu drög að skóladagatali kynnt. Rætt um starfsdaga sem nýta á til námsferðar og staðsetningu þeirra. Rætt um upphaf og lok skólaársins.
3. Skólastefna.
Skólastefnan er nú tilbúin og samþykkt. Hún verður send til sveitarstjórnar til staðfestingar af formanni.
4. Starfshópur fræðslunefndar um aðbúnað, skólahús og skólalóð.
Skipaðir verða fulltrúar fræðslunefndar, kennara, nemenda og foreldra í nefndina. Fulltrúi fræðslunefndar er Pétur Thomsen og Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra. Óskað er eftir fulltrúa nemenda og fulltrúa kennara. Nefndin stefnir á að hitta alla nemendur í vettvangsferð á næstu vikum.
5. Næsti fundur er boðaður 23. mars.
Þá koma fulltrúar skólaþjónustunnar og kynna sína stafsemi.