Fara í efni

Skólanefnd

92. fundur 27. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:30 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar - boðar forföll
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Gestir: Emilía Lilja R. Gilbertsdóttir leikskólakennari Kerhólsskóla.
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason
Guðmundur Finnbogason

1.  Emilía Lilja R Gilbertsdóttir kynnir innleiðingu á starfsaðferðinni „Flæði“ í leiksóladeild.

Emilía kynnir starfsaðferðir á leikskólanum, sérstaklega áherslu á frjálsan leik og flæði. Sérkennsla í leikskólanum fer fram að mestu leiti í nemendahópnum með jafnöldrum og kennurum. Unnar hafa verið tvær starfendarannsóknir á undanförnum árum sem eru grunnur að þeim aðferðum sem að unnið er með í leikskólanum.

 2.  Fundargerð Skólaráðs.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.   Starfshópur um aðstöðu, aðbúnað og skólahús.

Starfshópurinn hefur verið skipaður og í honum sitja Veiga Dögg Magnúsdóttir, Ísold Assa Guðmundsdóttir, Íris Gunnarsdóttir og Pétur Thomsen. Stefnt er að því að kalla nefndina saman fljótlega og hefja störf.

 4.  Starfið í grunnskólanum.

Jóna fer yfir ýmis verkefni í grunnskólanum en þar hefur gengið mjög vel. Einn nemandi skólans fékk verðlaun fyrir verkefnið Handritin heim, skólinn fékk verðlaun í Lífshlaupinu fyrir heildarhreyfingu ásamt ýmsu öðrum sem að nemendur og starfsfólk hefur verið að vinna að. Það hefur gengið mjög vel í vetur þrátt fyrir erfiðleika í gegnum Covid og er starfsfólki þakkað fyrir þeirra góðu störf.  

 5.  Stundatöflur.

Farið yfir stundatöflurnar sem að liggja til grundvallar fyrir næsta ár. Helstu stærðir eru tilbúnar en kennarar klára að setja inn í sína bekkjartíma í haust eftir því sem að við á hverju sinni. Stefnt er á sambærilegt skipulag og áður hvað varðar upphaf og lok skóladags og skipulag frístundar.

6.   Næsti fundur.

Síðasti fundur fyrir sumarfrí verður þann 7. júní klukkan 8:15.

Getum við bætt efni síðunnar?