Fara í efni

Skólanefnd

93. fundur 07. júní 2021 kl. 08:15 - 09:00 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri – boðar forföll
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason
Guðmundur Finnbogason

1.  Kynning á niðurstöðum skólapúlsins.

Farið var yfir niðurstöður skólapúlsins. Nemendakönnun kemur sérstaklega vel út og í flestum þáttum er skólinn yfir landsmeðaltali. Skólinn er einnig á uppleið í flestum þáttum.

2.  Framkvæmdir á húsnæði og skólalóð yfir sumarið.

Lagt er til að sumartíminn verði notaður í að laga undirlag á leik- og grunnskóladeild. Innanhúss þarf að mála og ganga frá eftir flutninga og breytingar á nýtingu húsnæðis.

3.  Skóli á grænni grein.

Bréf barst frá Landvernd vegna skóla á grænni grein (grænfánaverkefnisins), þar sem að allir skólar eru hvattir til að taka þátt. Skólinn er þátttakandi í þessu verkefni og hefur verið það undanfarin ár. Næsta endurnýjun er á grænfánanum vorið 2022.

4.   Skil á lokaritgerðum vegna námsstyrks.

Ritgerð Emilíu Lilju Rakelar Gilbertsdóttur og ritgerð Sigríðar Þorbjörnsdóttur hefur verið skilað. Það er gert í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrk vegna náms. Hlutaðeigandi er óskað til hamingju með góðan árangur.

Sjö stafsmenn eru í námi eða á leið í nám eins og er. Fræðslunefnd fagnar því að sem flestir starfsmenn séu með menntun eða að mennta sig til starfsins.  

5.  Fjöldi nemenda.

Það lítur út fyrir fækkun á næsta hausti, bæði í leik- og grunnskóla. Þar virðist húsnæðisskortur aðal ástæðan þar sem að nokkrar fjölskyldur fá ekki húsnæði við hæfi. Mikilvægt er að leysa það vandamál sem fyrst.

6.  Stjórnendur þakka fyrir.

Stjórnendur þakka sveitarstjórn og starfsfólki fyrir góð störf og stuðning í gegnum flókinn Covid-vetur. Sá stuðningur og sveigjanleiki hefur skilað sér vel í starfinu. Fræðslunefnd tekur undir þessar þakkir.

7.   Næsti fundur.

Næsti fundur verður boðaður í haust. Stefnt er á þriðjudaginn 7. september klukkan 8:15.

Getum við bætt efni síðunnar?