Skólanefnd
2. Fyrirhugaðar fjárfestingar og framkvæmdir fyrir árið 2022.
Farið var yfir fyrirhugaðar fjárfestingar og framkvæmdir fyrir árið 2022 vegna fjárhagsáætlana gerðar sveitarfélagsins. Ræddar voru tillögur skólastjórnenda að fjárfestingum fyrir næsta ár og þörfin á endurnýjun á tölvum og öðrum búnaði skólans. Kostnaðarliðir, tímarammi og áætlaður kostnaður voru fylltir út í eyðublað frá sveitastjórn og send til hennar til afgreiðslu.
2. Önnur mál.
a) Vakin var athygli á því að það sem af er skólaári hafa orðið þrjú slys á tröppum á skólalóð.
Fyrirhuguð er viðgerð á tröppunum.
b) Rædd var þörfin á því að fá sérsaka fjárhæð fyrir frístund sem hægt væri að nota til að kaupa þann smábúnað sem vantar.
c) Skólinn óskar eftir því að við hönnun á útisvæði skólans verði gert ráð fyrir gróðurhúsi.