Skólanefnd
1. Fjárhagsáætlun næsta árs.
Sveitarstjóri fór yfir skipulag bókhaldsins til að gefa nefndarfólki betri innsýn inn í verkefnið.
Farið var yfir forsendur áætlanagerðarinnar og stöðu ýmissa verkefna. Stefnt er að heildarskipulagi lóðarinnar. Áfram verður frítt mötuneyti fyrir börn og eldriborgara.
Sveitarstjóri fer yfir þau atriði sem að snúa að tölvukaupum og afstöðu sveitarstjórnar til þeirra mála. Fræðslunefnd lýst vel á áætlun næsta árs.
2. Námskrá leikskóladeildar Kerhólsskóla.
Námsskrá leikskóladeildar lögð fram af Sigríði Þorbjörnsdóttur. Grunnþættir menntunar úr Aðalnámskrá leikskóla liggja til grundvallar ásamt flæðinu sem að leikskólinn hefur lagt áherslur á. Námskráin er ákveðin endapunktur af mikilli forvinnu sem unnin hefur verið. Starfsmenn leikskólans komu einnig að verkefninu.
Fræðslunefnd er mjög ánægð með þessa vinnu og telur að hún muni styrkja gott starf í leikskólanum enn frekar.
3. Núvitund í leik og grunnskóla.
Skólinn ásamt heilsueflandi sveitarfélagi hefur sótt um styrk í Lýðheilsusjóð fyrir verkefni um núvitund í leik og grunnskóla.
4. Ytramat
Sótt hefur verið um ytramat fyrir leikskóladeildina. Vonast er eftir því að fá jákvætt svar við því en nokkuð er liðið síðan síðast var farið í ytramat.
5. Fundartímar í vetur.
Næsti fundur verður þriðjudaginn 25. janúar, klukkan 14:15.