Skólanefnd
1. Yfirlit yfir skólastarfið í vetur
Jóna hrósar starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf en það hefur verið erfitt að halda úti hefðbundnu skólastarfi. Þar hafa allir verið boðnir og búnir að ganga í öll störf. Fræðslunefnd þakkar fyrir vel unnin störf. Leikskólastarfsmenn eru að fara að halda erindi á EECERA ráðstefnu vegna flæðiverkefnis sem að þeir hafa verið að sinna og rannsaka.
2. Val í skólanum
Spurt er um val í skólanum. Skólinn ætlaði ekki að taka þátt í Skjálfta að þessu sinni en hafa nú ákveðið að taka þátt. Það er liður í leiklistarkennslu.
Nemendur hafa aðeins gert athugasemd við það sem er kallað bundið val. Rætt um möguleika á því að auka við val nemenda og hvort að hægt sé að gera breytingar á stundatöflu.
Snillistund í 4. bekk er dæmi um flott verkefni þar sem að nemendur fá að vinna að eigin hugðarefnum.
3. Skóladagatal
Lagt er til að farið verði í skóladagatal B þar sem að starfsdagar verða ekki þann 19. og 20. apríl. Það er gert þar sem að ekki verður hægt að fara í fyrirhugaða námsferð. Það er samþykkt.
4. Samfélagsstefna sveitarfélagsins
Farið yfir drög að samfélagstefnu sveitarfélagsins. Fræðslunefnd er ánægð með samfélagsstefnuna og samþykkir fyrir sitt leyti.
5. Skólastarf og lokanir.
Fyrirspurn hefur borist vegna lokana á skólanum vegna veðurs. Einnig er spurt um það hvort að skólahald þurfi að falla niður þegar ekki er hægt að halda úti skólaakstri.
Í vetur hefur verið lokað í tvo daga vegna veðurs, engan í fyrra og þrjá daga árið þar áður. Það eru sem betur fer ekki margir dagar. Hafa þarf í huga öryggisjónarmið, tryggingar skólabíla, samninga starfsmanna, sem og tilgang og verkefni skólans. Eins og staðan er í dag eru ekki margir kennarar sem að búa á Borgarsvæðinu, en það getur líka haft áhrif. Skólinn er með óveðursáætlun sem að hefur verið fylgt fram að þessu. Ávallt er reynt að lágmarka áhrifin af veðri. Því miður hefur Covid valdið auknu álagi á skólastarfið og fjölskyldur. Vonandi erum við núna búin með það verkefni.
6. Önnur mál
Formaður sendir skýrslu um Skólaþjónustu Árnesþings á fundarmenn. Þeir eru beðnir um að fara yfir hana og senda sínar athugasemdir á sveitarstjóra sem fyrst.
7. Fundartími næsta fundar
Næsti fundur verður 5. apríl klukkan 14:15