Skólanefnd
Dagskrá fundarins
1. Skóladagatal
Skóladagatal næsta skólaárs lagt fyrir.
Lagt er til að skóladagatal sé lagt fyrir í tveimur útgáfum. Annarsvegar A útgáfa sem innifelur tvo auka starfdaga þann 24. og 25. apríl. Þar er stefnt á að fara í utanlandsferð en slíkt hefur verið reynt nokkur undanfarin ár en ekki tekist vegna Covid. Útgáfa B er eins nema að hún felur ekki í sér þessa tvo starfsdaga.
Fræðslunefnd samþykkir þessar tillögur og vísar þeim til sveitarstjórnar.
2. Könnun á líðan nemenda fyrir 2022.
Það er ánægjulegt að sjá mjög jákvæðar niðurstöður. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að allir nemendur segjast eiga vini í skólanum.
3. Skólapúlsinn – foreldrakönnun
Farið yfir niðurstöðu foreldrakönnunar fyrir árið 2022.
Mjög ánægjulegar niðurstöður í leikskólahlutanum þar sem að foreldar eru mjög jákvæðir í garð leikskólans og starfsins þar.
Niðurstöður grunnskólahlutans eru einnig ánægjulegar og gaman að sjá jákvæða þróun í mörgum liðum.
4. Önnur mál
Skólinn fær sérstakt hrós fyrir áhugaverða og metnaðarfulla þemaviku. Hún hefur vakið mikla lukku í hjá nemendum og er skólinn er allur undirlagður skemmtilegu Harry Potter þema.
5. Fundartími næsta fundar
Næsti fundur verður 10. maí klukkan 14:15