Skólanefnd
1. Kynning á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Kristín Arna Hauksdóttir frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings kynnti nefnd löggjöfina og vinnu við innleiðingu hennar. Sagði meðal annars frá mælaborði um farsæld barna sem er á lokametrunum og mun hafa yfir að ráða upplýsingum um farsæld barna.
2. Fundargerð NOS stjórnar byggðasamlagsins um Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Skólahúsnæði Kerhólsskóla skoðað
Nefnd gekk um skólahúsnæðið og skoðaði aðstæður.
4. Önnur mál
Foreldrafélagið lagði könnun fyrir foreldra leikskóladeildar um viðhorf þeirra til lokunar leikskóladeildar á milli jóla og nýárs. Niðurstöður könnunar liggja fyrir og eru svohljóðandi: Átta foreldrar svöruðu könnuninni, þar af vildu þrír foreldrar hafa möguleika á að koma með börnin á milli jóla og nýárs og fimm eru sáttir við að hafa lokað á milli jóla og nýárs.
Nefndin leggur til að farið verði fram á lágmarksfjölda barna í leikskólanum á milli jóla og nýárs til að starfsemi haldist óskert. Foreldrum verður áfram boðið upp á að fella niður leikskólagjöld á tímabilinu gegn því að skrá barn í frí á milli jóla og nýárs. Lágmarksfjöldi skráðra barna í leikskólanum á milli jóla og nýárs skal vera þrjú til að skólinn haldist opinn.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 16:00.