Fara í efni

Skólanefnd

3. fundur 08. nóvember 2022 kl. 14:15 - 15:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katarzyna Wozniczka fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitastjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Anna Katarzyna Wozniczka.

1. Fjárhagsáætlun 2023
Rætt var um tæki og búnað sem vantar í skóla: í grunnskóladeild – m.a. eldavélar, fatahengi, far- og spjaldtölvur og í leikskóladeild: Vagnaskýli og geymslu fyrir útidót. Skoða má útfærslur á fatahengi í öðrum skólum, t.d. í Sunnulækjarskóla en mikilvægt að skólaliðar séu með í ákvarðanatöku. Einnig þarf að setja í fjárhagsáætlun uppfærslu á vefsíðu skólans.
2. Starfsáætlun Kerhólsskóla 2022-2023
Breyta þarf heitinu á nefnd úr „fræðslunefnd“ yfir í „skólanefnd“. Uppfæra skal upplýsingar um fjölda nemenda – það verður gert í vor 2023 en núverandi staða er: 50 börn í grunnskóla og 15 börn í leiksskóla. Rætt var að hlutverk starfsmanna skólans og upplýsingar um að leyfisbréf séu
sett mjög skýrt fram í áætluninni.
Starfsáætlunin samþykkt með smávægilegum athugasemdum.
3. Eineltisáætlun Kerhólsskóla
Enginn var með athugasemdir um texta en upp komu hugmyndir um að hafa áætlun myndrænni. Skoðuð voru dæmi frá Álfhólfsskóla, Hvaleyrarskóla. Enn fremur var rætt um að hafa gátlista með og farið var yfir dæmi frá Víðistaðaskóla um gátlista við fyrsta tilkynningu um einelti og þegar það er komin rökstuddur grunur um einelti. Formaður nefndar ætlar að senda þessi dæmi á aðra í nefndinni. Skólinn ætlar að vinna úr þeim hugmyndum í vor. Rætt var um stöðu í þessum málum í skólanum en það þurfti að styðjast við eineltisáætlun í nokkur skipti. Foreldrar eru upplýstir reglulega um eineltisáætlun, t.d. á opnum skólaráðsfundum. Hugmynd um að nefna hana einnig í fréttabréfum, senda i pósti á alla foreldra
og vísa á hvar hún er geymd. Vefsíðan „Gegn einelti“ skoðuð. Hugmynd um að færa upplýsingar um einelti á forsíðu skólans.
4. Viðmiðunarreglur fyrir frístundarheimili Kerhólsskóla
Farið var yfir viðmiðunarreglur fyrir frístundarheimili Kerhólsskóla og ýmislegt breitt og uppfært. Rætt var um mikilvægi þess að vera með aukastarfsmann sem fylgir börnum í íþróttahús. Athuga skal tryggingar sveitarfélagsins, t.d. ef barn er skráð í frístund en fer á æfingu á vegum Hvatar. Nefnt var dæmi að vestan um íþróttaskóla á vegum sveitarfélagsins. Formanni Hvatar verður boðað á næsta fund til að ræða þetta mál nánar. Ákveðið var að fresta afgreiðslu máls.
5. Skólapúlsinn - niðurstöður 2.-5. bekkur
Niðurstöður Skólapúlsins skoðaðar en þær eru svipaðar niðurstöðum í öðrum sambærilegum skólum. Síðast var svarað í október 2022. Þar sem fáir svarendur eru í 2-5. bekk þá getur það skekkt heildarmyndina. Rætt var um að birta niðurstöður á vefsíðu skólans og kynna fyrir foreldrum.
6. Þátttaka í ráðstefnunni „Farsæl skólaganga allra barna: Hvernig byggjum við upp heildstæða skólaþjónustu til framtíðar?“
Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um framtíð skólaþjónustu á Íslandi mánudaginn 14. nóvember kl. 9:00–16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá að ráðstefnunni er ekki komin en hægt er að taka þátt rafrænt.
7. Önnur mál
Umræða um þáttir um menntamál á RÚV „Börnin okkar“. Hugmynd um að hafa afleysingarkennara í Uppsveitum Árnessýslu.


Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 6. desember 2022, kl.14:15-16:00.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:25.

Getum við bætt efni síðunnar?