Fara í efni

Skólanefnd

4. fundur 06. desember 2022 kl. 14:15 - 15:53 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitastjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Tryggingar á börnum í frístund og æfingum UMF Hvatar
Guðrún Ása Kristleifsdóttir, fulltrúi íþróttafélagsins Hvatar kom á fundinn og ræddi tryggingar þeirra barna sem iðka íþróttir hjá UMF Hvöt á þeim tíma sem þau eru skráð í frístund. Niðurstaða máls var að öll börn eru tryggð á meðan á íþróttastarfi stendur.
2. Viðmiðunarreglur fyrir frístundarheimili Kerhólsskóla
Guðrún Ása Kristleifsdóttir, heilsu- og tómstundafulltrúi GOGG sat fundinn á meðan viðmiðunarreglur fyrir frístundaheimili Kerhólsskóla voru lagðar fyrir og ræddar. Viðmiðunarreglur samþykktar af skólanefnd og sendar til sveitarstjórnar til kynningar og samþykktar.
3. Starfsmannamál
Starfsmannamál Kerhólsskóla voru rædd. Mikil mannekla er í skólanum en verið er að leita leiða til að leysa málið.
4. Samstarf skólans og Sólheima
Sagt var frá samstarfi sem hefur verið á milli skólans og Sólheima áður fyrr og tillaga að því að endurvekja samstarfið. Áður sneri samstarfið að fræðslu um loftslagsmál en tillagan snýr að fræðslu um réttindi fatlaðra. Sólheimar senda erindi til Kerhólsskóla með tillögu að fyrirkomulagi.
5. Loftlagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps. (í viðhengi) Til kynningar og athugasemda
Drög að loftslagsstefnu GOGG lögð fram til kynningar og athugasemda. Nefndin fagnar gerð stefnunnar og gerir ekki athugasemdir við hana. Í samhengi við það var matarstefna Kerhólsskóla rædd og stungið upp á því að hafa kjötlausan dag einu sinni í vikunni í skólanum. Mælt er með að mötuneytisnefnd komi saman og taki tillöguna til skoðunar ásamt því að yfirfara matarstefnu Kerhólsskóla með tilliti til loftslagsmála.
6. Niðurstöður úr ytra mati á leikskóladeild Kerhólsskóla. (í Viðhengi) Til kynningar
Ytra mat á leikskóladeild Kerhólsskóla lagt fram til kynningar. Niðurstaða mats er mjög góð þó alltaf sé tækifæri til úrbóta. Skólastjóri útbýr umbótaáætlun byggða á matinu og skilar til Menntamálastofnunar í janúar 2023.
7. Fundartímar næstu funda
Næst fundir nefndar voru ákveðnir 12. janúar 2023, 7. febrúar 2023 kl. 14:15 og 7. mars 2013 kl. 14:15.
Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 12. janúar 2023, kl.14:15-16:00.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:53.

Getum við bætt efni síðunnar?