Fara í efni

Skólanefnd

7. fundur 07. mars 2023 kl. 14:15 - 15:33 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar í fjarfundi
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Emilía R. Gilbertsdóttir fulltrúi kennara
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Vinna við stjórnskipun skólans
Samráðshópur um stjórnskipun skólans hefur valið ráðgjafa, Ólöfu S. Sigurðardóttir (aukakennari.is), til að aðstoðar við að vinna að breyttri stjórnskipun skólans. Ólöf hefur lagt fram tillögu að breyttu stjórnskipulagi sem er til umræðu og þróunar hjá starfshópnum. Samráðshópinn skipa skólastjóri, sveitarstjóri og formaður Skólanefndar.
2. Skólaþing
Skólanefnd leggur til að fresta skólaþingi fram í september til að vinnu við breytta stjórnskipun skóla verði lokið áður en skólaþing verður haldið og mögulegir nýjir starfsmenn komnir til starfa. Tillagan var samþykkt samhljóma og verður skólaþing haldið miðvikudaginn 6. september 2023 kl. 19:30.
3. Skóladagatal
Fyrstu drög að skóladagatali Kerhólsskóla lögð fram til umræðu. Skólanefnd styður drögin sem verða rædd meðal starfsfólks og áætlað að leggja lokadrög fyrir næsta fund skólanefndar.
4. Önnur mál
Skólanefnd samþykkir að leikskóla og frístund verði lokað kl. 14 þann 19. apríl vegna fræðsluferðar starfsfólks skólans til Ítalíu. 

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 18. apríl 2023, kl.14:15-16:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:33.

Getum við bætt efni síðunnar?